Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   mið 30. apríl 2025 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Willum í sigurliði - Brenna hetjan í Glasgow
Kvenaboltinn
Mynd: Birmingham City
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham City sem skóp þægilegan sigur á útivelli gegn Blackpool í League One deild enska boltans í dag.

Birmingham er löngu búið að vinna deildina og mun því taka þátt í Championship deildinni á næstu leiktíð.

Willum lék allan leikinn framarlega á miðjunni er Birmingham vann með tveggja marka mun, sem hefði getað verið stærri. Alfons Sampsted var ekki með í hóp.

Guðmundur Þórarinsson kom þá við sögu í óvæntu tapi FC Noah gegn Van í armenska bikarnum. Noah er langbesta liðið í Armeníu en þetta tap í dag kom ekki að sök.

Noah hafði unnið fyrri leikinn 2-0 á heimavelli og því urðu lokatölur 2-1 fyrir Noah þrátt fyrir tapið í dag.

Liðin mættust í undanúrslitum. Noah spilar við Ararat-Armenia í úrslitaleiknum.

Að lokum skoraði Brenna Lovera eina mark leiksins er Glasgow City vann nágrannaslaginn gegn Rangers í efstu deild skoska boltans.

Brenna skoraði úr vítaspyrnu á 38. mínútu og er þetta afar dýrmætur sigur fyrir Glasgow, sem klifrar uppfyrir Rangers í titilbaráttunni.

Glasgow er í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Hibernian.

Rangers er svo í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Glasgow og þar á eftir fylgja Celtic og Hearts.

Blackpool 0 - 2 Birmingham

Van 1 - 0 Noah (1-2 samanlagt)

Rangers 0 - 1 Glasgow City

0-1 Brenna Lovera ('38, víti)
Athugasemdir
banner
banner