Athletic Bilbao tekur á móti Manchester United í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld.
Heimamenn í Bilbao geta teflt fram sínu sterkasta byrjunarliði með einni undantekningu, Oihan Sancet meiddist í síðasta leik og verður því ekki með.
Sancet er markahæsti leikmaður Athletic á tímabilinu með 17 mörk og 3 stoðsendingar í 32 leikjum.
Hann er 25 ára gamall og er að glíma við vöðvameiðsli sem gætu haldið honum frá í tvær vikur. Hann er því tæpur fyrir seinni leikinn í Manchester.
Rauðu djöflarnir mæta til leiks án nokkurra lykilmanna, þar sem Diogo Dalot, Lisandro Martínez og Joshua Zirkzee eru á meiðslalistanum. Þá er Amad Diallo tæpur og gæti komið við sögu í fyrsta sinn eftir tæplega þriggja mánaða fjarveru.
Athugasemdir