Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   mið 30. apríl 2025 18:29
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild Asíu: Ronaldo og félagar töpuðu í undanúrslitum
Ronaldo hefur ekki unnið stóran titil sem leikmaður Al-Nassr, að undanskildri Meistaradeild Arabaliða sem er þó ekki talin til stærstu félagsliðakeppna heims.
Ronaldo hefur ekki unnið stóran titil sem leikmaður Al-Nassr, að undanskildri Meistaradeild Arabaliða sem er þó ekki talin til stærstu félagsliðakeppna heims.
Mynd: EPA
Kawasaki í æfingaleik gegn FC Bayern fyrir tveimur árum.
Kawasaki í æfingaleik gegn FC Bayern fyrir tveimur árum.
Mynd: EPA
Al-Nassr 2 - 3 Kawasaki Frontale
0-1 Tatsuya Ito ('10)
1-1 Sadio Mane ('28)
1-2 Yuto Ozeki ('41)
1-3 Akihiro Ienaga ('76)
2-3 Ayman Yahya ('87)

Cristiano Ronaldo var á sínum stað í byrjunarliði Al-Nassr sem mætti japanska stórveldinu Kawasaki Frontale í undanúrslitum asísku Meistaradeildarinnar í dag.

Víða var búist við sigri stjörnum prýdds liðs Al-Nassr en svo varð ekki, Japanarnir reyndust sterkari og unnu að lokum afar óvæntan sigur.

Tatsuya Ito, fyrrum leikmaður Hamburger SV, tók forystuna fyrir Kawasaki en Sadio Mané jafnaði metin, áður en hinn efnilegi Yuto Ozeki kom Kawasaki yfir á nýjan leik.

Staðan var 1-2 í leikhlé og bætti hinn 38 ára gamli Akihiro Ienaga næsta marki við leikinn á 76. mínútu til að tvöfalda forystu Kawasaki.

Leikurinn var nokkuð jafn þar sem Al-Nassr átti fleiri marktilraunir en Kawasaki skapaði sér hættulegri færi.

Ayman Yahya minnkaði muninn fyrir Al-Nassr á lokamínútunum en nær komust Sádarnir ekki. Lokatölur 2-3.

Þessi úrslit þýða að Kawasaki mætir Al-Ahli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn. Al-Ahli lagði Al-Hilal afar þægilega að velli í hinum undanúrslitaleiknum sem fór fram í gær.

Al-Ahli var talsvert sterkari aðilinn í þeirri viðureign og vann að lokum 1-3 eftir mörk frá Roberto Firmino og Ivan Toney, en Kalidou Koulibaly fékk að líta rauða spjaldið í liði Al-Hilal á meðan Franck Kessié klúðraði vítaspyrnu fyrir Al-Ahli.

Aleksandar Mitrovic, Rúben Neves, Sergej Milinkovic-Savic og Renan Lodi voru meðal byrjunarliðsmanna Al-Hilal.

Al-Hilal 1 - 3 Al-Ahli
0-1 Roberto Firmino ('9)
0-2 Ivan Toney ('27)
1-2 Salem Al-Dawsari ('42)
1-2 Franck Kessié, misnotuð vítaspyrna ('86)
1-3 Firas Al-Buraikan ('97)
Rautt spjald: Kalidou Koulibaly, Al-Hilal ('59)
Athugasemdir
banner