Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   mið 30. apríl 2025 16:37
Elvar Geir Magnússon
Stöndum með Ange af heilum hug
James Maddison.
James Maddison.
Mynd: EPA
James Maddison leikmaður Tottenham segir að leikmannahópur félagsins standi 100% við bakið á Ange Postecoglou.

Sæti stjórans er heitt en Tottenham er í 16. sæti í úrvalsdeildinni. Félagið hefur ekki unnið titil í sautján ár en framundan er viðureign gegn norska liðinu Bodö/Glimt í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.

Maddison, sem er 28 ára, segist gera sér grein fyrir vonbrigðum stuðningsmanna með gengið í deildinni.

„Við stöndum 100% við bakið á stjóranum. Hann er frábær náungi. Við höfum átt slæmt tímabil og þá sérstaklega í deildinni. Hann er stjórinn minn og ég ber gríðarlega mikla virðingu fyrir honum," segir Maddison.

„Ég sé það vel á æfingasvæðinu að það hlusta allir og meðtaka skilaboð hans, hvernig hann vill sjá okkur spila og vill félaginu það besta. Við höfum gert vel í Evrópu og það er enn hægt að gera þetta að sérstöku tímabili."

Fyrri leikur Tottenham og Bodö/Glimt fer fram í Lundúnum annað kvöld klukkan 19.
Athugasemdir
banner
banner