Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
banner
banner
föstudagur 2. maí
Lengjudeild karla
mánudagur 14. apríl
Besta-deild karla
laugardagur 12. apríl
Mjólkurbikar karla
föstudagur 11. apríl
Meistarar meistaranna konur
þriðjudagur 8. apríl
Þjóðadeild kvenna
laugardagur 5. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 4. apríl
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 3. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 30. mars
Meistarar meistaranna
föstudagur 28. mars
Bosemótið - Úrslit
Úrslit Lengjubikars kvenna
þriðjudagur 25. mars
Kjarnafæðimót - úrslit
Milliriðill U19
Vináttulandsleikur U21
sunnudagur 23. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
laugardagur 22. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
fimmtudagur 20. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
miðvikudagur 19. mars
U19 milliriðill
þriðjudagur 18. mars
Undanúrslit Lengjubikarsins
föstudagur 14. mars
þriðjudagur 25. febrúar
Þjóðadeild kvenna
föstudagur 21. febrúar
fimmtudagur 20. febrúar
Sambandsdeildin
föstudagur 31. janúar
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
fimmtudagur 30. janúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 30. apríl
Super League - Women
Manchester Utd W 0 - 1 Chelsea W
Aston Villa W 5 - 2 Arsenal W
Meistaradeildin
Barcelona 3 - 3 Inter
Eliteserien
Viking FK 5 - 1 Haugesund
mið 30.apr 2025 17:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeild kvenna: 4. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeild kvenna í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð í deildinni. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Í fjórða sæti er Grótta.

Grótta fagnar marki í fyrra.
Grótta fagnar marki í fyrra.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Dominic Ankers var ráðinn þjálfari Gróttu í vetur.
Dominic Ankers var ráðinn þjálfari Gróttu í vetur.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ryanne Molenaar á að spila stórt hlutverk í liði Gróttu.
Ryanne Molenaar á að spila stórt hlutverk í liði Gróttu.
Mynd/Grótta
Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir.
Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rebekka Sif er efnileg.
Rebekka Sif er efnileg.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tara og Hulda Ösp komu frá Víkingum.
Tara og Hulda Ösp komu frá Víkingum.
Mynd/Grótta
Aufí fór í Val en hún var efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra.
Aufí fór í Val en hún var efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tinna Jónsdóttir, sú leikjahæsta í sögu Gróttu, lagði skóna á hilluna í vetur.
Tinna Jónsdóttir, sú leikjahæsta í sögu Gróttu, lagði skóna á hilluna í vetur.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hvað gerir Grótta í sumar?
Hvað gerir Grótta í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Spáin:
1.
2.
3.
4. Grótta, 107 stig
5. Fylkir, 95 stig
6. HK, 84 stig
7. Grindavík/Njarðvík, 66 stig
8. KR, 62 stig
9. Haukar, 61 stig
10. Afturelding, 26 stig

4. Grótta
Grótta var nú alls ekki langt frá því að spila bara í Bestu deildinni síðasta sumar. Liðið var virkilega skemmtilegt í fyrra og endaði með jafnmörg stig og Fram sem komst upp um deild. En það var markatalan sem skildi liðin að, Fram var með +18 í markatölu á meðan Grótta var bara með +5. Gróttuliðið náði mjög fínum árangri þrátt fyrir að vera með frekar ungt lið, en fyrir mótið var Seltirningum spáð áttunda sætinu. Segja má að Gróttuliðið hafi verið spútnikliðið síðustu tvö árin þar sem þær voru líka nálægt því að fara upp árið áður. Núna ætla að þjálfarar og fyrirliðar ekki að sofa á Gróttunni og er þeim spáð fjórða sæti í sumar og núna er búist við því að þær verði í toppbaráttunni.

Þjálfarinn: Annað tímabilið í röð eru þjálfarabreytingar hjá Gróttu en Dominic Ankers er tekinn við sem þjálfari liðsins af Matthíasi Guðmundssyni, sem var ráðinn til Vals eftir að hafa stýrt Gróttu í eitt tímabil. Hann hefur verið aðstoðarþjálfari í báðum meistaraflokkum og einnig þjálfað í yngri flokkum Gróttu. Dom þykir afar snjall æfingaþjálfari en í sumar kemur í ljós hvernig honum tekst að leiða Gróttuhópinn sem ungur aðalþjálfari. Melkorka Katrín Flygenring Pétursdóttir heldur áfram sem aðstoðarþjálfari og mun Guðni Snær Emilsson einnig aðstoða nýjan þjálfara.

Stóra spurningin: Komnar með nóg af næstum því?
Grótta hefur verið alveg ótrúlega nálægt því að taka stökkið upp í Bestu deildina síðustu ár og það hefur verið unnið gott starf á Seltjarnarnesi þessi síðustu misseri. En það má alveg gera ráð fyrir því að leikmenn og fólkið í kringum liðið sé komið með nóg af næstum því. Og núna sé komið að því að taka stökkið upp. Það verður alls ekki auðvelt en það er vel mögulegt.

Lykilmenn: Ryanne Molenaar og Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir
Ryanne Molenaar kom til Gróttu í vetur en hún spilaði í austurrísku B-deildinni í fyrra eftir að hafa lokið ferli sínum í bandaríska háskólaboltanum. Það er enginn augljós markaskorari í Gróttuliðinu en Ryanne er gæðaleikmaður sem getur bæði lagt upp og skorað fyrir Gróttuliðið. Sigrún Ösp er þá einn reynslumesti leikmaður liðsins og hefur verið með fyrirliðabandið. Hún er sterkur varnarmaður og mikill leiðtogi sem er með ótrúlega mikilvæga reynslu fyrir þetta Gróttulið. Hún er ómissandi partur af þessu liði.

Gaman að fylgjast með: Rebekka Sif Brynjarsdóttir
Hún var líka í þessum dálki hérna í fyrra en hún er ótrúlega spennandi leikmaður sem hefur ekki langt að sækja fótboltahæfileikana. Faðir hennar er fyrrum landsliðs- og atvinnumaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson. Hún er teknísk, með mikinn leikskilning og bara stórskemmtilegur leikmaður. Rebekka hefur verið að fá stærra og stærra hlutverk í Gróttuliðinu og hefur sýnt að hún er tilbúin í það. Við skulum njóta þess að horfa á Rebekku í sumar því líklegt verður að teljast að hún fari í atvinnumennsku áður en langt um líður.

Komnar:
Birta Ósk Sigurjónsdóttir frá Val
Fanney Rún Guðmundsdóttir frá KH
Haylee Rae Spray frá Bandaríkjunum
Hulda Ösp Ágústsdóttir frá Víkingi R.
Katrín Rut Kvaran frá Aftureldingu
Lilja Davíðsdóttir Scheving frá KR
Maria Baska frá Grikklandi
María Björk Ómarsdóttir frá Dalvík/Reyni
Ryanne Molenaar frá Austurríki
Þórdís Embla Sveinbjörnsdóttir frá Víkingi R. (Á láni)

Farnar:
Arnfríður Auður Arnarsdóttir í Val
Emily Amano til Kanada
Kolbrá Una Kristinsdóttir í Val (Var á láni)
Madelyn Robbins til Írlands
Tinna Bjarkar Jónsdóttir hætt

Við erum þar á meðal
Dominic Ankers, nýr þjálfari Gróttu, segir spána skiljanlega fyrir komandi tímaibl.

„Þetta er skiljanleg spá. Við erum á þeim stað í henni þar sem við enduðum síðustu tvö tímabil og þetta sýnir kannski að við höfum fest okkur í sessi á þessum stað. Við vitum að það verður ýmislegt öðruvísi ef við miðum við síðasta tímabil þar sem það er kominn nýr þjálfari og við höfum misst bæði Aufí og Kolbrá, sem spiluðu stór hlutverk á síðasta tímabili. Það er þó mikilvægt að taka það fram að við erum mjög ánægð hjá Gróttu að þær séu að taka næstu skref í fótboltanum í Bestu deildinni," segir Dominic.

Dominic var aðstoðarþjálfari á síðasta tímabili en hvernig metur hann það sumar?

„Ég held að besta orðið sé kannski súrsætt. Annars vegar var þetta besta tímabil liðsins í þessari deild sem er mikill plús en hins vegar er erfitt að horfa til baka og sjá að liðið komst ekki upp út af markatölu. Það gerir það erfitt að horfa mikið á þetta að fullu í jákvæðu ljósi."

En hvernig hefur gengið á undirbúningstímabilinu?

„Hérna færðu svar sem er líklega algengt þegar lið er að koma inn í vetur með nýjan þjálfara og nokkrar breytingar á leikmannahópi: Þetta hefur verið upp og niður. Við vorum bara með 14 til 15 leikmenn í fyrstu leikjunum í Lengjubikarnum þar sem við vorum enn að reyna að bæta við hópinn en þegar líða fór á veturinn þá bættum við leikmönnum í hópinn og það kom stígandi í þetta eftir æfingaferðina til Spánar, bæði hvað varðar úrslit en líka hvar við erum sem hópur fótboltalega séð og varðandi liðsanda."

Grótta hefur misst sterka leikmenn frá því í fyrra en það hafa komið öflugir leikmenn inn í staðinn.

„Ég talaði um breytingarnar áður en ég er mjög ánægður með hvar liðið er þessa stundina. Það er líklega aðeins meiri samkeppni um stöður en á síðasta tímabili sem er jákvætt og það þýðir líka að við erum með sterka möguleika til að breyta leikjum þegar við þurfum á því að halda. Það er alltaf gott að geta bætt við leikmönnum með reynslu úr Bestu deildinni og ég er spenntur að sjá hvernig erlendu leikmennirnir hafa áhrif á liðið okkar," segir Dominic.

Hvernig sérðu deildina fyrir þér í sumar?

„Ég held að þetta verði jöfn deild í ár. Liðin sem komu upp virðast sterk og það eru margir góðir leikmenn í þessari deild. Það eru örugglega mörg lið sem eru að hugsa um það að fara upp. Við erum þar á meðal."

„Við erum að skipta um gras á Vivaldivellinum og spilum því líklega ekki alla heimaleikina okkar heima á Seltjarnarnesi. Vegna þess þá viljum við hvetja alla á Nesinu til að gera sem mest úr heimaleikjunum sem við eigum á þessu tímabili og koma á völlinn til að styðja. Við vonumað þetta verði spennandi sumar og það er alltaf skemmtilegra þegar það er nóg af fólki á vellinum. Við kunnum virkilega að meta það," sagði Dom að lokum.

Fyrstu þrír leikir Gróttu:
3. maí, Grótta - HK (AVIS völlurinn)
8. maí, ÍBV - Grótta (Hásteinsvöllur)
17. maí, Grótta - Fylkir (Vivaldivöllurinn)
Athugasemdir