Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   mið 30. apríl 2025 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hin hliðin - Lovísa Davíðsdóttir Scheving (Grótta)
Kvenaboltinn
Lovísa Davíðsdóttir Scheving.
Lovísa Davíðsdóttir Scheving.
Mynd: Grótta
Elaina er frábær markvörður.
Elaina er frábær markvörður.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Á honum mikið að þakka.
Á honum mikið að þakka.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fyrirmyndin í fótboltanum.
Fyrirmyndin í fótboltanum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hver væri ekki til í að hafa Söndru Maríu í sínu liði?
Hver væri ekki til í að hafa Söndru Maríu í sínu liði?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rebekka Sif er efnilegur leikmaður.
Rebekka Sif er efnilegur leikmaður.
Mynd: Grótta
Lovísa er öflugur leikmaður sem er uppalin í Gróttu og hefur leikið þar allan sinn feril í meistaraflokki. Lovísa, sem er fædd árið 2003, hefur alls spilað 123 KSÍ-leiki fyrir Gróttu og skorað í þeim 22 mörk.

Í fyrra spilaði hún 17 leiki í Lengjudeildinni og skoraði fimm mörk þegar Grótta komst næstum því upp í Bestu deildina. Í dag sýnir Lovísa á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Lovísa Davíðsdóttir Scheving

Gælunafn: Ekkert gælunafn sem hefur fests við mig

Aldur: 21 árs

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Fyrsti leikurinn var æfingaleikur á móti Þrótti 2018. Man voða lítið en ég skoraði mark.

Uppáhalds drykkur: Perunocco

Uppáhalds matsölustaður: Ráðagerði

Uppáhalds tölvuleikur: Spila ekki tölvuleiki

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei en það er í vinnslu

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Gossip girl og White Lotus

Uppáhalds tónlistarmaður: Rihanna

Uppáhalds hlaðvarp: Dr. Football og blö

Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Beint á Vísi

Fyndnasti Íslendingurinn: Hjörvar Hafliðason

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: "er í lagi að ég fái skilrikið þitt" frá litlu frænku minni

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ekkert sem kemur upp í hugann

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Elaina La Macchia er up there

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Pétur Rögnvaldsson, ég á honum mikið að þakka

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ana Bral

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Mamma og pabbi en í fótbolta var það Lieke Martens

Sætasti sigurinn: Við spiluðum á móti Fram 2022 og bæði lið að berjast um að fara upp. Lentum 2-0 undir en skoruðum 3 mörk á síðustu 10 mínútunum og unnum sætan 2-3 sigur

Mestu vonbrigðin: Það voru mikil vonbrigði að hafa ekki farið upp um deild í fyrra og það á markatölu

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég væri til í að fá Söndru Maríu Jessen í Gróttu

Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Rebekka Sif Brynjarsdóttir og Birgir Davíðsson Scheving

Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Margir myndarlegir

Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Lilja Davíðsdóttir Scheving

Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Messi

Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Að það þurfi ekki að spila með legghlífar

Uppáhalds staður á Íslandi: Akureyri

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Svipurinn á Telmu Sif var mjög skemmtilegur þegar hún var kölluð öllum illum nöfnum í Akraneshöllinni

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Spila oftast í sama íþróttatoppnum

Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist aðeins með handbolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Breyti mikið til en spila núna í Predator skóm með tungu

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Eignaréttur í háskólanum var erfiður

Vandræðalegasta augnablik: Örugglega þegar ég var að spila með Lilju systur minni og felldi hana. Hún þurfti aðhlynningu eftir það.

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Ég býð Hildi Björk því hún er góð í eldhúsinu, Katrínu Rut því hún er toppkona og Kolfinnu fyrir góðar sögur.

Bestur/best í klefanum og af hverju: Jórunn María, best og með allt á hreinu

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Vinkonur mínar Margrét Rán og María Lovísa fara í Love island

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er þrefaldur Íslandsmeistari í handbolta í yngri flokkum

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Birta Ósk er steik og 10x fyndnari en ég átti von á

Hverju laugstu síðast: Örugglega einhverju sniðugu

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun með Melkorku

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Joey Essex út í tanið hans

Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Hlakka til að sjá ykkur á vellinum og áfram Grótta!!
Athugasemdir
banner
banner
banner