Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fös 02. júní 2023 20:39
Matthías Freyr Matthíasson
Haddi Jónasar: Eigum ekki að tapa þremur leikjum 4 - 0
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Já 4 - 0 slæmt tap. Sanngjarnt tap. Við erum bara því miður ekki nógu góðir í dag. Við byrjum alltof passíft og við vorum búnir að tala um að koma út og vera aggressívir á þá og það tókst ekki og mér fannst þeir eflast og þegar þeir skora fyrsta markið að þá eflast þeir ennþá meira og við erum bara með of slaka frammistöðu sagði svekkur Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 4 - 0 tap gegn Stjörnunni í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  0 KA

Það er alltaf eitthvað jákvætt en það eru ekki margir punktar. Það sem við þurfum að átta okkur á er að þú þarft að vinna vissa grunnvinnu í fótbolta og liðið sem við erum með á ekki að tapa þremur leikjum 4 - 0 í sumar.

Það er ekki nógu gott og við þurfum að líta inn á við. Við þurfum að gera betur og það þýðir ekki að vorkenna sjálfum sér. KA lið sem mætir til leiks klárt og er tilbúið til að vinna fyrir hvorn annan það á ekki að tapa 4 - 0

Við erum of hægir á boltann. Við vinnum boltann og erum rosalega hægir við förum að hlaupa með hann og spilum til hliðar og spilum afturá bak. Við þurfum að vera hreyfanlegri, við þurfum að spila fram á við og við þurfum að þora. Ef boltinn endar oft hjá hafsent og markmanni þá þarftu alltaf að fara í gegnum ellefu til að skora og það er bara erfitt. 

Nánar er rætt við Hallgrím hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner