Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
Sterkastur í 26. umferð - Þetta var skrifað í skýin
Jökull: Að geta gefið fólkinu okkar svona sigur í síðasta heimaleik er ómetanlegt
Eggert Aron sér um föstu leikatriði Stjörnunnar: Ég tók það að mér með stolti
Sjóðheitur Andri Lucas: Þarf að fara yfir það með fjölskyldu og umboðsmanni
Arnar Gunnlaugs: Þynnka er svo léleg afsökun
Sævar Atli: Hann á eftir að fara í topp þrjú deild í Evrópu
Freysi um Gylfa: Ætla að leyfa Age að tilkynna hvort hann verði í hópnum
Kolbeinn Finns: Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig
Birkir Már: Það var enginn að pæla í því að þeir hefðu skorað
Haukur Páll um framtíðina: Ég er ekki hættur í fótbolta
Heimir Guðjóns þarf kraftaverk: Evrópa er búin fyrir okkur
Arnar Grétars vildi skora 7 til 8 mörk: Það hefði enginn sagt neitt við því
Eiður Aron: Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur
Hallgrímur: Vantar upp á hugarfarið
Raggi Sig: Karaktersigur
Ómar Ingi segir afsökunarbeiðni dómara ekki duga
Hetjan í Úlfarsárdalnum: Draumur að spila fyrir Ragga
Hemmi Hreiðars: Þetta var upp á líf og dauða
Theodór Elmar: Vorum inn í hálfleik að hrauna yfir hvorn annan
Óskar Hrafn: Seinni hálfleikur var ekki okkur sæmandi
   fös 02. júní 2023 20:39
Matthías Freyr Matthíasson
Haddi Jónasar: Eigum ekki að tapa þremur leikjum 4 - 0
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Já 4 - 0 slæmt tap. Sanngjarnt tap. Við erum bara því miður ekki nógu góðir í dag. Við byrjum alltof passíft og við vorum búnir að tala um að koma út og vera aggressívir á þá og það tókst ekki og mér fannst þeir eflast og þegar þeir skora fyrsta markið að þá eflast þeir ennþá meira og við erum bara með of slaka frammistöðu sagði svekkur Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 4 - 0 tap gegn Stjörnunni í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  0 KA

Það er alltaf eitthvað jákvætt en það eru ekki margir punktar. Það sem við þurfum að átta okkur á er að þú þarft að vinna vissa grunnvinnu í fótbolta og liðið sem við erum með á ekki að tapa þremur leikjum 4 - 0 í sumar.

Það er ekki nógu gott og við þurfum að líta inn á við. Við þurfum að gera betur og það þýðir ekki að vorkenna sjálfum sér. KA lið sem mætir til leiks klárt og er tilbúið til að vinna fyrir hvorn annan það á ekki að tapa 4 - 0

Við erum of hægir á boltann. Við vinnum boltann og erum rosalega hægir við förum að hlaupa með hann og spilum til hliðar og spilum afturá bak. Við þurfum að vera hreyfanlegri, við þurfum að spila fram á við og við þurfum að þora. Ef boltinn endar oft hjá hafsent og markmanni þá þarftu alltaf að fara í gegnum ellefu til að skora og það er bara erfitt. 

Nánar er rætt við Hallgrím hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner