Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 02. júní 2023 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Spánn um helgina - Goðsagnir kveðja La Liga
Spilar Benzema kveðjuleik á Bernabeu?
Spilar Benzema kveðjuleik á Bernabeu?
Mynd: EPA
Lokaumferðin í La Liga fer fram um helgina og kveðja þar nokkrar goðsagnir.

Sergio Busquets, fyrirliði Barcelona, spilar sinn síðasta leik fyrir Börsunga er liðið mætir Celta Vigo.

Busquets tilkynnti að hann væri á förum undir lok tímabilsins en hann er með tilboð frá mörgum félögum utan Evrópu.

Karim Benzema, framherji Real Madrid, er þá líklega að spila sinn síðasta leik, en hann er sagður á leið til Al Ittihad í Sádi-Arabíu. Benzema hefur verið langbesti leikmaður Madrídinga síðustu ár en hann kveður líklega á Santiago Bernabeu er liðið fær Athletic í heimsókn.

Benzema vildi lítið tjá sig um framtíð sína í gær en þá var einbeiting hans á leiknum um helgina. Hann mun líklega tilkynna framtíð sína eftir lokaumferðina en MARCA heldur því nú fram að hann klári samninginn sem gildir út næsta tímabil. Þetta mun allt saman koma í ljós eftir leiki helgarinnar.

Spænski leikmaðurinn Joaquin mun þá leik sinn síðasta leik fyrir Real Betis er liðið mætir Valencia. Hann verður áfram í kringum Betis, enda einn af eigendum félagsins.

Leikir helgarinnar:

Sunnudagur:
16:30 Mallorca - Vallecano
16:30 Real Sociedad - Sevilla
16:30 Real Madrid - Athletic
16:30 Villarreal - Atletico Madrid
16:30 Osasuna - Girona
19:00 Betis - Valencia
19:00 Celta - Barcelona
19:00 Valladolid - Getafe
19:00 Elche - Cadiz
19:00 Espanyol - Almeria
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 34 25 4 5 91 33 +58 79
2 Real Madrid 34 23 6 5 69 33 +36 75
3 Atletico Madrid 34 19 10 5 56 27 +29 67
4 Athletic 34 16 13 5 50 26 +24 61
5 Villarreal 34 16 10 8 60 47 +13 58
6 Betis 34 16 9 9 52 42 +10 57
7 Celta 34 13 7 14 52 52 0 46
8 Osasuna 34 10 14 10 42 50 -8 44
9 Vallecano 34 11 11 12 36 42 -6 44
10 Mallorca 34 12 8 14 31 39 -8 44
11 Real Sociedad 34 12 7 15 32 37 -5 43
12 Valencia 34 10 12 12 40 51 -11 42
13 Getafe 34 10 9 15 31 31 0 39
14 Espanyol 34 10 9 15 36 44 -8 39
15 Sevilla 34 9 11 14 37 46 -9 38
16 Girona 34 10 8 16 41 52 -11 38
17 Alaves 34 8 11 15 35 46 -11 35
18 Las Palmas 34 8 8 18 40 56 -16 32
19 Leganes 34 6 13 15 32 51 -19 31
20 Valladolid 34 4 4 26 25 83 -58 16
Athugasemdir
banner