Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 02. júlí 2022 14:01
Brynjar Ingi Erluson
„Di María getur haft sömu áhrif og Maradona"
Angel Di María
Angel Di María
Mynd: EPA
Argentínski vængmaðurinn Angel Di María er nálægt því að ganga í raðir Juventus en Gianluigi Buffon, fyrrum leikmaður félagsins, telur að hann geti haft sömu áhrif og Diego Maradona.

Di María er laus allra mála hjá franska félaginu Paris Saint-Germain en hann ætlar að taka eitt ævintýri til viðbótar í Evrópuboltanum áður en hann heldur heim til Argentínu.

Hann hefur rætt við Juventus síðustu daga og þykir það afar líklegt að hann geri tveggja ára samning við félagið.

Buffon, sem lék með Juventus í nítján ár, ber Di María saman við argentínsku goðsögnina Diego Maradona og segir þetta frábærar fréttir fyrir deildina.

„Hann getur spilað á vængnum, sem sóknarsinnaður miðjumaður eða sem leikstjórnandi. Það sem sem fær hann er að gera góð kaup og ég vona svo innilega að það verði Juve."

„Við erum að tala um stjörnu, því fótboltinn þarf á þeim að halda."

„Di María yrði eins og Maradona þegar hann var hér á Ítalíu. Tæknilegu gæðin í Seríu A eru ekki góð og Di María hefur svo sannarlega gæðin,"
sagði Buffon sem sparaði ekki stóru orðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner