Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   lau 02. júlí 2022 13:09
Brynjar Ingi Erluson
Kyle með slitið liðband - Frá keppni í tvær til þrjár vikur
Kyle McLagan
Kyle McLagan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bandaríski varnarmaðurinn Kyle McLagan verður frá næstu tvær til þrjár vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 3-0 sigri Víkings á KR í Bestu deildinni í gær en þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag.

Kyle kom til Víkings frá Fram fyrir tímabilið og hefur spilað tíu leiki fyrir liðið í Bestu deildinni í sumar.

Hann fór meiddur af velli á 36. mínútu gegn KR í gær eftir að hafa farið öxl í öxl við Kjartan Henry Finnbogason en Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, óttaðist það að hann væri viðbeinsbrotinn.

Viðbeinsbrot getur tekið allt að sex vikur að jafna sig en Arnar getur andað aðeins léttar þar sem hann er með slitið liðband og verður líklega í frá í tvær til þrjár vikur en þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net í dag.

Kyle mun missa af báðum leikjum Víkings gegn Malmö í 1. umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þá missir hann af tveimur leikjum í Bestu deildinni gegn ÍA og FH en ætti að vera klár þann 24. júlí er Víkingur mætir Stjörnunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner