Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 02. júlí 2022 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Monza reynir að fá Icardi og Dybala
Silvio Berlusconi og Adriano Galliani ætla sér stóra hluti
Silvio Berlusconi og Adriano Galliani ætla sér stóra hluti
Mynd: Getty Images
Adriano Galliani, stjórnarformaður Monza á Ítalíu, er ekki hræddur við að dreyma en hann ætlar að breyta því í veruleika með því að reyna fá Mauro Icardi og Paulo Dybala til félagsins.

Monza vann sér sæti í Seríu A á síðustu leiktíð með því að vinna umspilið gegn Pisa og leikur í fyrsta sinn í A-deildinni frá því félagið var fyrst sett á laggirnar árið 1912.

Fyrrum forsætisráðherrann, Silvio Berlusconi, er eigandi Monza en hann átti áður Milan. Galliani var framkvæmdastjóri Milan er félagið var í eigu Berlusconi en þeim hefur nú tekist að koma Monza í röð bestu félaga Ítalíu.

Þeir hafa þegar fengið Andreaa Ranocchia, Alessio Cragno og Andrea Carboni. Miðjumaðurinn, Stefano Sensi, er þá á leiðinni en það eru tveir aðrir á óskalistanum.

Monza vill reyna að fá Mauro Icardi frá Paris Saint-Germain. Það er reyndar ágætis möguleiki á að fá það í gegn en PSG er reiðubúið að lána hann frá félaginu í sumar.

Wanda Icardi, eiginkona og umboðsmaður Mauro, hefur rætt við Galliani um að koma Mauro til Monza, en það ætti að skýrast betur á næstu vikum hvað verður úr því.

Galliani á sér annan draum sem verður að teljast ólílkegt að rætist en hann vill fá Dybala á frjálsri sölu.

Samningur Dybala við Juventus rann út á dögunum og er hann því án félags en hann hefur verið í viðræðum við Inter síðustu mánuði. Galliani telur hins vegar að það sé möguleiki á að sannfæra Dybala um að koma.

Galliani er búinn að hafa samband við umboðsmann Dybala og tjá honum að hann vilji fá hann og nú er boltinn hjá argentínska sóknartengiliðnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner