Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 02. júlí 2022 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Tolisso kominn heim til Lyon (Staðfest)
Mynd: EPA

Franski miðjumaðurinn Corentin Tolisso er búinn að skrifa undir fimm ára samning við uppeldisfélag sitt Lyon.


Tolisso kemur á frjálsri sölu frá Bayern þar sem hann spilaði 118 leiki og vann 14 titla á fimm árum.

Tolisso á 28 landsleiki að baki fyrir Frakkland og varð heimsmeistari með landsliðinu fyrir fjórum árum.

Miðjumaðurinn var gríðarlega eftirsóttur í sumar og er sagður hafa hafnað félögum á borð við Atletico Madrid, Inter, Juventus og Tottenham til að fara aftur til Lyon.

Lyon hefur unnið hörðum höndum að því að styrkja sig á upphafi sumars og fékk einnig Alexandre Lacazette á frjálsri sölu. Þar að auki tókst félaginu að krækja í Johann Lepenant, efnilegan miðjumann sem Arsenal hafði áhuga á, og verður brasilíski bakvörðurinn Tete áfram hjá félaginu að láni frá Shakhtar Donetsk.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner