Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   þri 02. júlí 2024 17:16
Elvar Geir Magnússon
Leikmaður FH í eins leiks bann fyrir olnbogaskot
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Aganefnd KSÍ hefur úrskurðað Breukelen Woodard, leikmann FH, í eins leiks bann vegna olnbogaskots í leik FH og Tindastóls í Bestu deild kvenna fyrir viku síðan.

Bryn­dís Rut Haralds­dóttir fyrir­liði Tinda­stóls varð fyrir olnbogaskotinu en hún og Woodard voru í baráttu í teignum eftir hornspyrnu.

Tindastóll sendi inn kvörtun á borð KSÍ og málskotsnefnd sambandsins vísaði erindinu til aganefndar.

„Í tilvitnuðu atviki sýnir leikmaður FH, Breukelen Lachelle Woodard, af sér alvarlega grófan og hættulegan leik er hún slær handlegg sínum í andlit Bryndísar Rutar Haraldsdóttur leikmann Tindastóls. Atvik þetta hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð í leik FH og Tindastóls í Bestu deild kvenna þann 26. júní sl." segir í úrskurði aganefndar.

Woodard verður í banni í leik FH gegn Þór/KA á Akureyri á morgun.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner