Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 02. júlí 2024 17:16
Elvar Geir Magnússon
Leikmaður FH í eins leiks bann fyrir olnbogaskot
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Aganefnd KSÍ hefur úrskurðað Breukelen Woodard, leikmann FH, í eins leiks bann vegna olnbogaskots í leik FH og Tindastóls í Bestu deild kvenna fyrir viku síðan.

Bryn­dís Rut Haralds­dóttir fyrir­liði Tinda­stóls varð fyrir olnbogaskotinu en hún og Woodard voru í baráttu í teignum eftir hornspyrnu.

Tindastóll sendi inn kvörtun á borð KSÍ og málskotsnefnd sambandsins vísaði erindinu til aganefndar.

„Í tilvitnuðu atviki sýnir leikmaður FH, Breukelen Lachelle Woodard, af sér alvarlega grófan og hættulegan leik er hún slær handlegg sínum í andlit Bryndísar Rutar Haraldsdóttur leikmann Tindastóls. Atvik þetta hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð í leik FH og Tindastóls í Bestu deild kvenna þann 26. júní sl." segir í úrskurði aganefndar.

Woodard verður í banni í leik FH gegn Þór/KA á Akureyri á morgun.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 16 1 1 48 - 16 +32 49
2.    Breiðablik 18 16 0 2 46 - 9 +37 48
3.    Þór/KA 18 9 3 6 40 - 28 +12 30
4.    Víkingur R. 18 8 5 5 28 - 29 -1 29
5.    FH 18 8 1 9 30 - 36 -6 25
6.    Þróttur R. 18 7 2 9 23 - 27 -4 23
7.    Stjarnan 18 6 3 9 22 - 34 -12 21
8.    Tindastóll 18 3 4 11 20 - 41 -21 13
9.    Fylkir 18 2 4 12 17 - 34 -17 10
10.    Keflavík 18 3 1 14 16 - 36 -20 10
Athugasemdir
banner
banner