Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 15:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu olnbogaskotið á Kaplakrikavelli í gær
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, sakaði í gær leikmann FH, Breukelen Woodard, um að hafa viljandi gefið sér olnbogaskot í leik liðanna.

Hún tjáði sig um atvikið sem átti sér stað inn á vítateig Tindastóls í viðtali við Andra Má Eggertsson á Stöð2Sport.

Lestu um leikinn: FH 4 -  1 Tindastóll

„Mér fannst dómarinn með frekar slappa línu ef ég á að vera hreinskilin. Hún gaf mér olnbogaskot í andlitið því hún var pirruð. Ég veit að það er hiti í leiknum og allt það en mér finnst dómararnir eiga að vernda leikmenn betur því að höfuðmeiðsli eru alvarlegri en fólk heldur og við erum með leikmenn sem við höfum misst út vegna höfuðmeiðsla. Mér finnst dómarar almennt eiga að verja leikmenn betur eins og í þessu atviki," sagði Bryndís.

Atvikið átti sér stað í stöðunni 2-0 fyrir FH á 37. mínútu. Dómari leiksins sá ekki atvikið en stöðvaði leikinn skömmu seinna þar sem Bryndís lá eftir.

Umrætt atvik má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner