þri 02. ágúst 2022 10:37
Elvar Geir Magnússon
Breiðablik mætir liði sem vann Manchester United
Mesut Özil er leikmaður tyrkneska félagsins.
Mesut Özil er leikmaður tyrkneska félagsins.
Mynd: Getty Images
Á fimmtudag tekur Breiðablik á móti Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn verður á Kópavogsvelli og er fyrri viðureign liðanna.

„Við í þjálfarateyminu höfum verið að skoða Tyrkina og liðið fer að búa sig undir þann leik núna. Þetta er virkilega áhugavert verkefni, þetta er stórt og gott lið sem við erum að fara að spila á móti," segir Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks.

„Þetta er lið sem hefur verið að ná góðum úrslitum heima og í Evrópukeppnum. Þeir unnu Manchester United í Meistaradeildinni (í nóvember 2020) og fór í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar árið þar á undan. Þetta er hörkulið og okkur hlakkar mikið til að mæta þeim og erum spenntir."

Basaksehir vann 2-1 sigur gegn Manchester United í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fyrir rúmlega 20 mánuðum. Meðal leikmanna liðsins í dag er sjálfur Mesut Özil, fyrrum leikmaður Arsenal og heimsmeistari með þýska landsliðinu. Özil gekk í raðir félagsins í sumar.

„Þetta er gríðarlega sterkt lið og fáir veikleikar. Við þurfum að kortleggja þá vel og sjá hvar tækifærin liggja. Fyrst og fremst er mikilvægt að við séum hugrakkir og séum við sjálfir. Við þurfum að njóta þess að spila svona stóra leiki," segir Halldór Árnason.


Dóri Árna: Við erum bara í góðum rythma
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner