Crysencio Summerville, sóknarmaður Leeds United, hefur verið hressilega orðaður við West Ham United seinustu vikur. Rétt í þessu var hann að klára læknisskoðun hjá félaginu.
Líklegt er að Hollendingurinn verði kynntur sem nýr leikmaður félagsins á næsta sólahringnum.
Stjórnarmenn West Ham voru vongóðir með að þeir gætu landað honum fyrir túrinn þeirra í Ameríku þar sem þeir æfa fyrir átökin í úrvalsdeildinni. Ef ekki myndi hann vera eftir í London og byrja að æfa þar.
Spánverjinn Julen Lopetegui tók við West Ham af David Moyes eftir seinasta tímabil. West Ham er búið að styrkja sig í sumar með leikmönnum eins og Guilherme, Kilman og Foderingham.
Aftur á móti hafa þeir misst leikmenn eins og Flynn Downes, Benrahma, Thilo Kehrer og fleiri menn.
Fyrsti leikur West Ham á tímabilinu er gegn Aston Villa á London leikvangnum þann 17. ágúst.