Víkingur og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í stórskemmtilegum stórleik í 21. umferð Bestu deildarinnar. Steypustöðin færir þér Sterkasta lið umferðarinnar.
Anton Ari Einarsson varði eins og óður maður í leiknum, Damir Muminovic átti tvær stoðsendingar og Gylfi Þór Sigurðsson stýrði spili Víkings.
Anton Ari Einarsson varði eins og óður maður í leiknum, Damir Muminovic átti tvær stoðsendingar og Gylfi Þór Sigurðsson stýrði spili Víkings.

Valur er áfram á toppnum þrátt fyrir að hafa tapað 2-1 gegn Fram. Simon Tibbling skoraði bæði mörk Fram en Freyr Sigurðsson var valinn maður leiksins. Rúnar Kristinsson er þjálfari umferðarinnar en Fram situr nú í sjötta sætinu.
Stjarnan er þremur stigum frá toppsætinu eftir 3-2 endurkomusigur gegn KA þar sem Guðmundur Baldvin Nökkvason skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann fullkomnaði því endurkomusigur með flautumarki og átti einnig stoðsendingu í leiknum.
FH sótti þrjú stig í Mosfellsbæinn með 2-1 útisigri gegn Aftureldingu. Kjartan Kári Halldórsson var valinn maður leiksins og FH situr í fimmta sæti en Afturelding er áfram í fallsæti.
Ekkert annað en fall blasir við ÍA sem tapaði 2-0 gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Þorlákur Breki Baxter skoraði fyrra mark Eyjamanna og var valinn maður leiksins. Mattias Edeland og Sigurður Arnar Magnússon voru traustir í vörn ÍBV en liðið situr í sjötta sæti.
Þá var Diego Montiel maður leiksins þegar Vestri gerði 1-1 jafntefli við KR. Hann átti stoðsendingu í marki Vestra. Vestri er í áttunda sæti og ÍBV í því tíunda.
Fyrri lið umferðarinnar:
27.08.2025 12:10
Sterkasta lið 20. umferðar - Sýndu klærnar eftir hlé
12.08.2025 09:45
Sterkasta lið 18. umferðar - Tveir saman við stýrið
07.08.2025 09:45
Sterkasta lið 17. umferðar - Eini sigurinn kom á Þjóðhátíð
29.07.2025 09:15
Sterkasta lið 16. umferðar - Patrick í fimmta sinn
21.07.2025 09:30
Sterkasta lið 15. umferðar - Túfa á toppnum
08.07.2025 10:30
Sterkasta lið 14. umferðar - Verulega öflug umferð fyrir Val
30.06.2025 12:00
Sterkasta lið 13. umferðar - Ekroth og Sigurjón í fjórða sinn
24.06.2025 12:15
Sterkasta lið 12. umferðar - Mögnuð innkoma í Eyjum
17.06.2025 08:00
Sterkasta lið 11. umferðar - Tveir úr tapliðum
03.06.2025 11:15
Sterkasta lið 10. umferðar - Átta sem eru í fyrsta sinn
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 12 | 6 | 4 | 47 - 27 | +20 | 42 |
2. Valur | 22 | 12 | 4 | 6 | 53 - 35 | +18 | 40 |
3. Stjarnan | 22 | 12 | 4 | 6 | 43 - 35 | +8 | 40 |
4. Breiðablik | 22 | 9 | 7 | 6 | 37 - 35 | +2 | 34 |
5. FH | 22 | 8 | 6 | 8 | 41 - 35 | +6 | 30 |
6. Fram | 22 | 8 | 5 | 9 | 32 - 31 | +1 | 29 |
7. ÍBV | 22 | 8 | 5 | 9 | 24 - 28 | -4 | 29 |
8. KA | 22 | 8 | 5 | 9 | 29 - 39 | -10 | 29 |
9. Vestri | 22 | 8 | 3 | 11 | 23 - 28 | -5 | 27 |
10. KR | 22 | 6 | 6 | 10 | 42 - 51 | -9 | 24 |
11. ÍA | 22 | 7 | 1 | 14 | 26 - 43 | -17 | 22 |
12. Afturelding | 22 | 5 | 6 | 11 | 29 - 39 | -10 | 21 |
Athugasemdir