Valur er á flottri siglingu og er aðeins þremur stigum frá toppsætinu eftir 14. umferð Bestu deildarinnar. Valur vann 2-0 útisigur gegn Vestra á meðan Víkingur og Breiðablik gerðu jafntefli í sínum leikjum.
Tryggvi Hrafn Haraldsson og Patrick Pedersen skorðu mörk Vals og eru báðir í Sterkasta liði umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.
Tryggvi Hrafn Haraldsson og Patrick Pedersen skorðu mörk Vals og eru báðir í Sterkasta liði umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.

Víkingur er áfram á toppnum en liðið gerði markalaust jafntefli gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Marcel Zapytowski markvörður var valinn maður leiksins og þá er Sigurður Arnar Magnússon einnig í liði umferðarinnar.
Umferðin hófst með stórskemmtilegu 2-2 jafntefli Aftureldingar og Breiðabliks. Hrannar Snær Magnússon skoraði fyrra mark Aftureldingar og bjó til vandræði fyrir Blika trekk í trekk. Axel Óskar Andrésson var leiðtoginn í vörn heimamanna.
Fram heldur áfram að gera góða hluti og sótti þrjú stig á írska daga með því að vinna 1-0 útisigur gegn ÍA. Haraldur Einar Ásgrímsson og Freyr Sigurðsson voru bestu menn vallarins.
Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði bæði mörk KA sem vann 2-1 sigur gegn KR í Laugardalnum. Ívar Örn Árnason fær einnig sæti í úrvalsliðinu og Hallgrímur Jónasson er þjálfari umferðarinnar.
FH og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik umferðarinnar en þar var Benedikt Warén valinn maður leiksins.
Fyrri lið umferðarinnar:
30.06.2025 12:00
Sterkasta lið 13. umferðar - Ekroth og Sigurjón í fjórða sinn
24.06.2025 12:15
Sterkasta lið 12. umferðar - Mögnuð innkoma í Eyjum
17.06.2025 08:00
Sterkasta lið 11. umferðar - Tveir úr tapliðum
03.06.2025 11:15
Sterkasta lið 10. umferðar - Átta sem eru í fyrsta sinn
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 19 | 11 | 4 | 4 | 47 - 28 | +19 | 37 |
2. Víkingur R. | 19 | 10 | 5 | 4 | 34 - 24 | +10 | 35 |
3. Breiðablik | 19 | 9 | 5 | 5 | 34 - 29 | +5 | 32 |
4. Stjarnan | 19 | 9 | 4 | 6 | 36 - 31 | +5 | 31 |
5. Vestri | 19 | 8 | 2 | 9 | 20 - 19 | +1 | 26 |
6. FH | 19 | 7 | 4 | 8 | 36 - 31 | +5 | 25 |
7. Fram | 19 | 7 | 4 | 8 | 28 - 26 | +2 | 25 |
8. ÍBV | 19 | 7 | 3 | 9 | 20 - 26 | -6 | 24 |
9. KR | 19 | 6 | 5 | 8 | 40 - 41 | -1 | 23 |
10. KA | 19 | 6 | 5 | 8 | 21 - 35 | -14 | 23 |
11. Afturelding | 19 | 5 | 6 | 8 | 24 - 30 | -6 | 21 |
12. ÍA | 19 | 5 | 1 | 13 | 20 - 40 | -20 | 16 |
Athugasemdir