Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   þri 24. júní 2025 12:15
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 12. umferðar - Mögnuð innkoma í Eyjum
Aron Jóhannsson átti magnaða innkomu í Eyjum.
Aron Jóhannsson átti magnaða innkomu í Eyjum.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Kristinn Freyr Sigurðsson átti afbragðs góðan leik.
Kristinn Freyr Sigurðsson átti afbragðs góðan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Daníel Sverrisson.
Björn Daníel Sverrisson.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Víkingur er með þriggja stiga forystu á toppi Bestu deildarinnar en liðið vann 2-0 útisigur gegn KA á sunnudaginn. Sölvi Geir Ottesen er þjálfari 12. umferðar.

Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp fyrra mark Víkings og skoraði það seinna. Oliver Ekroth og Gunnar Vatnhamar voru báðir hrikalega öflugir í vörninni en þó er aðeins pláss fyrir annan þeirra í Sterkasta liðinu í boði Steypustöðvarinnar.



Breiðablik var heppið að sleppa með stig gegn Fram. Freyr Sigurðsson var valinn maður leiksins og Sigurjón Rúnarsson átti mjög góðan leik í vörn þeirra bláu.

Valsmenn rúlluðu yfir KR-inga 6-1 þar sem Patrick Pedersen var valinn maður leiksins. Lagði upp tvö mörk og skoraði eitt. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði og átti frábæran leik.

Stjarnan er á flugi og vann 3-0 útisigur gegn lánlausum Skagamönnum. Benedikt Warén skoraði og skapaði sífellt hættu. Samúel Kári Friðjónsson sýndi hvers hann er megnugur varnarlega.

Björn Daníel Sverrisson var besti maður vallarins þegar FH vann andlausa Vestramenn. Stoðsending og mark frá Birni.

Þá átti Aron Jóhannsson magnaða innkomu í 2-1 útisigri Aftureldingar gegn ÍBV. Hann kom af bekknum vegna meiðsla í fyrri hálfleik og lagði svo upp mark og skoraði sjálfur í þeim seinni. Jökull Andrésson átti mikilvægar markvörslur.

Fyrri lið umferðarinnar:
   17.06.2025 08:00
Sterkasta lið 11. umferðar - Tveir úr tapliðum

   03.06.2025 11:15
Sterkasta lið 10. umferðar - Átta sem eru í fyrsta sinn

Innkastið - Stuðningsmenn KR bauluðu á Hlíðarenda
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 9 3 2 26 - 14 +12 30
2.    Valur 14 8 3 3 37 - 19 +18 27
3.    Breiðablik 14 8 3 3 26 - 20 +6 27
4.    Fram 14 7 1 6 22 - 18 +4 22
5.    Stjarnan 15 6 3 6 25 - 26 -1 21
6.    Vestri 14 6 1 7 13 - 13 0 19
7.    FH 15 5 3 7 25 - 20 +5 18
8.    Afturelding 14 5 3 6 17 - 19 -2 18
9.    ÍBV 15 5 3 7 14 - 21 -7 18
10.    KR 15 4 4 7 35 - 37 -2 16
11.    ÍA 15 5 0 10 16 - 32 -16 15
12.    KA 15 4 3 8 14 - 31 -17 15
Athugasemdir
banner
banner