Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 02. október 2020 15:36
Elvar Geir Magnússon
Guardiola mætir manninum sem hann dáir mest
Pep Guardiola, stjóri City.
Pep Guardiola, stjóri City.
Mynd: Getty Images
Manchester City heimsækir Leeds í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Pep Guardiola mætir þar Marcelo Bielsa, manninum sem hann segist dá mest í fótboltaheiminum.

„Hann er líklega sá aðili sem ég dái mest í heimsfótboltanum, bæði sem stjóra og persónu," segir Guardiola.

„Hann er einstakur karakter. Enginn getur hermt eftir honum, það er ómögulegt. Þá er ég að tala um hegðun hans sem persónu innan og utan vallar."

„Þegar ég fæ tækifæri til að eyða tíma með honum þá hefur það mikil áhrif á mig. Verðmæti hans sem stjóri ræðst ekki á fjölda titla. Mín lið hafa unnið fleiri bikara en þegar kemur að þekkingu á leiknum er ég langt frá honum."

„Liðin hans eru alltaf skemmtileg, vilja alltaf sækja og sýna góðan fóbolta fyrir áhorfendur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner