Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 02. október 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Solskjær vonast eftir liðsstyrk: Félagið veit mína skoðun
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að félagið sé ennþá að reyna að fá liðsstyrk áður en félagaskiptaglugginn lokar á mánudaginn.

Tilboði United í Jadon Sancho var hafnað í vikunni en félagið er einnig að skoða Ousmane Dembele, Ismaila Sarr, Luka Jovic og Edinson Cavani.

Donny van de Beek er eini leikmaðurinn sem Manchester United hefur keypt í sumar en hann kom frá Ajax á 39 milljónir punda.

Aðspurður hvort það væri ásættanlegt ef einungis enn leikmaður myndi bætst við hópinn í þessum glugga sagði Solskjær: „Við eigum leikmenn hér sem við höfum trú á. Félagaskiptaglugginn er opin í smá tíma í viðbót og félagið er að vinna í hlutunum."

„Þau vita skoðun mína og að við viljum styrkja okkur, líka til lengri tíma."

Athugasemdir
banner
banner