Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 02. nóvember 2019 21:53
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Real mistókst að endurheimta toppsætið
Mynd: Getty Images
Real Madrid 0 - 0 Real Betis

Mikið jafnræði ríkti með liðunum er Real Madrid og Real Betis tókust á í lokaleik dagsins í spænska boltanum.

Lítið var um færi í leiknum en liðin skiptu höggunum nokkuð jafnt á milli sín, án þess þó að skora. Eden Hazard kom knettinum í netið snemma leiks en markið ekki dæmt gilt vegna rangstöðu. Hazard lék laglega á varnarmann Betis áður en hann skoraði.

Þetta var kjörið tækifæri fyrir lærisveina Zinedine Zidane til að endurheimta toppsæti deildarinnar eftir tap Barcelona fyrr í dag en það hafðist ekki.

Real er þó búið að jafna Barca á stigum en er í öðru sæti á markatölu. Betis er í 14. sæti, með 13 stig eftir 12 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner