Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
   lau 02. nóvember 2019 20:45
Ívan Guðjón Baldursson
Valverde hefur áhyggjur af slæmu gengi á útivelli
Barcelona tapaði óvænt 3-1 fyrir Levante í spænska boltanum í dag og getur misst toppsætið til Real Madrid í kvöld.

Ernesto Valverde þjálfari Barcelona segist hafa áhyggjur af slæmu gengi á útivelli en Barca er aðeins búið að ná í sjö stig úr sex útivallarleikjum í deildinni.

„Ég verð að viðurkenna að við eigum í vandræðum á útivelli. Þetta er eitthvað sem ég hef sagt áður, ég hef áhyggjur af frammistöðum okkar fjarri Nývangi," sagði Valverde.

„Það er mikilvægt að nálgast þessa leiki á réttan hátt. Við vorum fínir í fyrri hálfleik en týndumst alveg í þeim síðari."
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 18 15 1 2 51 20 +31 46
2 Real Madrid 18 13 3 2 36 16 +20 42
3 Atletico Madrid 18 11 4 3 33 16 +17 37
4 Villarreal 16 11 2 3 31 15 +16 35
5 Espanyol 17 10 3 4 22 17 +5 33
6 Betis 17 7 7 3 29 19 +10 28
7 Celta 17 5 8 4 20 19 +1 23
8 Athletic 18 7 2 9 16 24 -8 23
9 Elche 17 5 7 5 23 20 +3 22
10 Sevilla 17 6 2 9 24 26 -2 20
11 Getafe 17 6 2 9 13 22 -9 20
12 Osasuna 17 5 3 9 17 20 -3 18
13 Mallorca 17 4 6 7 19 24 -5 18
14 Alaves 17 5 3 9 14 20 -6 18
15 Vallecano 17 4 6 7 13 20 -7 18
16 Real Sociedad 17 4 5 8 21 25 -4 17
17 Valencia 17 3 7 7 16 26 -10 16
18 Girona 17 3 6 8 15 33 -18 15
19 Oviedo 17 2 5 10 7 26 -19 11
20 Levante 16 2 4 10 17 29 -12 10
Athugasemdir
banner
banner