Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   lau 02. nóvember 2024 13:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frederik Schram ekki áfram á Íslandi (Staðfest) - „Frábært að spila fyrir Val"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Markvörðurinn Frederik Scham mun ekki spila áfram á Íslandi. Hann ýjaði að því í færslu á Instagram og staðfesti tíðindin við Fótbolta.net.

Hann hefur leikið með Val í tvö og hálft ár en samningur hans rann út um mánaðamótin. Hann var orðaður við bæði KR og FH en heldur út fyrir landsteinana. Hann hefur verið orðaður við endurkomu til Danmerkur þar sem hann hóf feril sinn. Frederik segir líklegt að hann spili næst í Danmörku en hann viti það þó ekki alveg ennþá.

Hann er uppalinn hjá B93 og OB. Hann lék með Vestsjælland, Roskilde, SönderjyskE og Lyngby áður en hann samdi við Val.

Frederik er 29 ára og er með tvöfaldan ríkisborgararétt, danskan og íslenskan. Hann lék tólf leiki fyrir yngri landslið Íslands og á að baki sjö leiki með A-landsliðinu. Árið 2018 var hann hluti af hópnum sem fór á HM í Rússlandi.

„Takk fyrir siðustu árin á Íslandi. Það hefur verið frábært að spila fyrir Val og við fjölskyldan höfum notið að búa á Íslandi og erum þakklát fyrir minningarnar sem hafa skapast hér.

Áfram Valur, Áfram Hærra"
skrifaði Frederik á Instagram.



Athugasemdir
banner
banner
banner