Juve reynir að fá Sancho - Man Utd og Arsenal keppa um Brobbey - Man City vill Gordon
   fös 05. júlí 2024 15:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Frederik Schram: Engin dramatík í þessu
Frederik kom til Vals frá Lyngby sumarið 2022.
Frederik kom til Vals frá Lyngby sumarið 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Verið aðalmarkvörður frá komu sinni.
Verið aðalmarkvörður frá komu sinni.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ögmundur er að mæta í Val.
Ögmundur er að mæta í Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag tilkynnti Valur að samkomulag hefði ekki náðst við Frederik Schram um nýjan samning. Samningur markvarðarins rennur út í lok tímabilsins og er Valur þegar búið að finna markvörð í hans stað því Ögmundur Kristinsson er búinn að skrifa undir þriggja ára samning og verður löglegur með Val þegar félagaskiptagluginn opnar þann 17. júlí.

Áður en Ögmundur fær leikheimild á Valur tvo leiki, deildarleik gegn Fylki og fyrri leik sinn gegn albanska liðinu Vllaznia í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Þar sem Ögmundur fær leikheimild í miðju einvígi verður hann ekki löglegur þegar Valur mætir Vllaznia í seinni leiknum.

Fótbolti.net ræddi við Frederik í dag og var hann spurður út í tíðindin. Hann var spurður hvort hann hefði viljað vera áfram hjá Val.

„Ég hef verið ánægður með tíma minn hjá Val, verið ánægður með tímann á Íslandi og fjölskylda mín er glöð hér. Við höfum rætt við Val í svolítinn tíma um framtíðina, rætt fram og til baka. Við náðum ekki samkomulagi, nokkrir hlutir sem við náðum ekki samkomulagi um og þannig er þetta. Það er engin dramatík í þessu. Ég hef verið heiðarlegur við Val og öfugt, þannig þetta ferli hefur verið fínt. Ekki mikið meira um það að segja."

Núna er Ögmundur að koma, hvernig horfir það við þér? Ertu tilbúinn í samkeppni við hann?

„Já, auðvitað. Þetta breytir engu fyrir mig. Ég hef lofað Val að ég verð 100% í öllu sem ég geri. Ég hef engan áhuga á því að sinna ekki minni vinnu. Ég hef lofað að gera allt sem ég get svo félagið nái sínum markmiðum, liðsfélagar mínar og líka ég sjálfur."

Ertu búinn að finna þér nýtt félag?

„Ég þarf að skoða stöðuna, við sjáum til í framtíðinni hvað gerist."

Svarið virkaði eins og Frederik væri kannski búinn að finna sér nýtt félag.

„Nei, það er ekkert svoleiðis. Félagaskiptaglugginn er opinn, en það er ekkert komið. Fyrsta sem ég hugsaði um var hvort ég yrði áfram í Val eða ekki. Ég hef ekki vitað það í langan tíma, Núna þarf ég að skoða hvað er í boði, ég er með umboðsmann sem vinnur með mér. Framundan eru mikilvægir leikir með Val og einbeitingin er þar. Ef eitthvað gott kemur upp þá verð ég að skoða þann möguleika."

Gætiru farið í glugganum?

„Það væri aldrei bara mín ákvörðun, ég er samningsbundinn Val. Það eru margir hlutir sem þurfa að smella saman ef það á að gerast. Ég er ánægður hér og hugsunin er að standa við samninginn, ég vil gera þetta faglega, hef alltaf gert hlutina þannig. Ef eitthvað kemur upp sem hentar mér og hentar Val, þá skoðum við það og ákvörðun. Þangað til þá hugsa ég bara um að sinna minni vinnu."

Hvað langar þig að gerist næst? Viltu fara til Skandinavíu eða vera áfram á Íslandi?

„Góð spurning, ég hef ekki hugsað mikið um það. Mér hefur liðið vel á Íslandi og auðvitað á ég danska fjölskyldu líka. Við eigum marga vini þar og eigum marga vini hér líka. Ég hef verið hér í tvö ár, kom hingað til að spila mikið og reyna hjálpa félaginu í þá átt sem félagið vildi fara í."

„Mér finnst við vera að færast í rétt átt, en höfum lent í nokkrum ójöfnum á veginum. Ég held að félagið sé á góðri leið og ég mun reyna hjálpa til á meðan ég er hérna."


Viltu segja hvað vantaði upp á til þess að þú og Valur myndu ná samkomulagi um nýjan samning?

„Það eru nokkrir hlutir. Það er ástæða fyrir því að fjölmiðlar eru ekki hluti af samningsviðræðum, þetta eru persónulegir hlutir milli mín og Vals. Báðar hliðar hafa unnið þetta heiðarlega og það er engin dramatík. Ég hef ekkert slæmt að segja um hvernig Valsarar hafa tæklað þetta," sagði Frederik að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner