Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   lau 02. nóvember 2024 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guehi líður vel hjá Palace - Umræðan í sumar hafði truflandi áhrif
Mynd: Getty Images

Marc Guehi, varnarmaður Crystal Palace, var gríðarlega eftirsóttur í sumar en Newcastle reyndi allt til að fá hann.


Guehi tryggði Crystal Palace stig gegn Wolves í dag þegar hann jafnaði metin í 2-2. Hann var spurður að því hvort umræðan í sumar hafi haft truflandi áhrif.

„Ég myndi segja já og nei. Þegar maður les eitthvað um sig getur það verið truflandi. Ég er með góðan stuðning í kringum mig, auðmýktin er mikilvæg. Palace hefur gefið mér allt í heiminum og ég vil endurgjalda þeim það og gera mitt besta," sagði Guehi.

Guehi gekk til liðs við Crystal Palace árið 2021 frá Chelsea en hann hefur leikið 107 leiki í úrvalsdeildinni fyrir félagið. Hann spilaði alla leiki Englands á EM í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner