Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
   lau 02. desember 2023 15:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Suarez kveður Gremio - „Sit uppi með þá ástúð sem fólkið veitti mér"
Mynd: Getty Images

Luis Suarez yfirgefur Gremio þegar tímabilinu í Brasilíu lýkur. Hann hefur verið sterklega orðaður við Inter Miami í Bandaríkjunum.


Tveir leikir eru eftir í deildinni en síðari leikurinn fer fram þann 7. desember. Gremio er í 6. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Palmeiras.

Suarez segir að hann muni sakna Brasilíu.

„Við förum frá vinum okkar, börnin okkar fara frá vinum sínum. Ég sit uppi með þá ástúð sem fólkið frá Gremio og einnig [keppinautarnir] Internacional veittu mér," sagði Suarez.

Líklegt þykir að hann fari til Inter Miami en þar hittir hann fyrir Lionel Messi, Jordi Alba og Sergio Busquets en hann lék með þeim hjá Barcelona á sínum tíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner