Troy Deeney sérfræðingur BBC hefur valið úrvalslið umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool heldur áfram á flugi og vann mjög svo sannfærandi og verðskuldaðan 2-0 sigur gegn Manchester City.
Markvörður: Robert Sanchez (Chelsea) - Ég hef gagnrýnt hann og sagt að hann sé ástæðan fyrir því að Chelsea mun ekki ná topp fjórum. En hann átti mjög góðan leik og hélt loks hreinu þegar Chelsea vann 3-0 sigur gegn Aston Villa.
Varnarmaður: Marc Cucurella (Chelsea) - Hann hefur komið mér á óvart og er enn betri hjá Chelsea en ég bjóst við.
Varnarmaður: Virgil van Dijk (Liverpool) - Enn ein frábæra frammistaðan. Stór ástæða fyrir því að Liverpool hefur aðeins fengið á sig átta deildarmörk.
Varnarmaður: Milos Kerkez (Bournemouth) - Bournemouth vann 4-2 sigur gegn Wolves. Kerkez hefur verið frábær að undanförnu, bæði varnarlega og í sóknarleiknum.
Miðjumaður: Alexis Mac Allister (Liverpool) - Leysti allt sem kom til hans á miðsvæðinu. Toppframmistaða.
Miðjumaður: Justin Kluivert (Bournemouth) - Fyrstur til að skora vítaþrennu í einum leik í ensku úrvalsdeildinni.
Miðjumaður: Enzo Fernandez (Chelsea) - Skoraði um helgina og er farinn að finna sig mun betur, eftir erfiða byrjun á tímabilinu.
Sóknarmaður: Bukayo Saka (Arsenal) - Skoraði og lagði upp gegn West Ham. Er að verða betri og betri. Fullur sjálfstrausts.
Sóknarmaður: Kevin Schade (Brentford) - Kominn af meiðslalistanum og skoraði þrennu í 4-1 sigri gegn Leicester.
Sóknarmaður: Marcus Rashford (Manchester United) - Með þrjú mörk í tveimur deildarleikjum undir stjórn Rúben Amorim. United rúllaði yfir Everton 4-0.
Athugasemdir