Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 03. janúar 2020 12:03
Elvar Geir Magnússon
„Gomez fullkominn með Van Dijk"
Gomez og Van Dijk ná vel saman.
Gomez og Van Dijk ná vel saman.
Mynd: Getty Images
Steve Bates, íþróttafréttamaður Mirror, segir að Joe Gomez sé fullkominn við hlið Virgil van Dijk í miðverði Liverpool.

Liðið hefur verið duglegt við að halda hreinu með þá saman í hjarta varnarinnar að undanförnu.

„Jurgen Klopp hefur notað Joel Matip og Dejan Lovren við hlið Van Dijk en Joe Gomez virðist búa til fullkomið par með Hollendingnum," segir Bates.

„Liverpool hefur verið orðað við Diego Carlos, miðvörð Sevilla sem metinn er á 65 milljónir punda. En Gomez er með stöðuna og það er engin ástæða til að svo verði ekki áfram."

„Gomez er snöggur, sterkur og ungur. Þessi 22 ára leikmaður getur orðið lykilmaður á Anfield næstu tíu ár ef hann heldur áfram að bæta sig og þróast. Í Van Dijk er hann með einn besta kennara sem hann getur haft."

Bates fer einnig fögrum orðum um Van Dijk.

„Hollendingurinn fær verðskuldað lof fyrir varnarleik sinn en hann á líka hrós skilið fyrir langar sendingar sínar út úr vörninni. Þær skapa mikla hættu en fáir varnarmenn í heimsfótboltanum búa yfir þessari getu. Van Dijk virðist ekki hafa neitt fyrir því að koma með svona spyrnur trekk í trekk," segir Bates.
Athugasemdir
banner
banner