Albanía er búið að finna nýjan landsliðsþjálfara því fyrrum leikmaður Arsenal, Barcelona og Manchester City, Sylvinho, er tekinn við þjálfun karlalandsliðsins.
Sylvinho tekur við af Edy Reja sem hafði stýrt liðinu síðan í apríl 2019.
Sylvinho tekur við af Edy Reja sem hafði stýrt liðinu síðan í apríl 2019.
Sylvinho er fyrrum þjálfari Lyon og Corinthians og starfaði áður sem aðstoðarmaður Roberto Mancini hjá Inter og hluti af þjálfarateymi Tite hjá brasilíska landsliðinu.
Pablo Zabaleta verður aðstoðamaður Sylvinho. Zabaleta er fyrrum leikmaður Manchester City og lék þar með Sylvinho tímabilið 2009-10.
Albanía er í 66. sæti FIFA listans og var með Íslandi í riðli í B-deild Þjóðadeildarinnar. Þar endaði liðið í 3. sæti, stigi á eftir Íslandi sem endaði með fjögur stig í öðru sæti. Ísrael vann riðilinn, endaði með sex stig.
Athugasemdir