Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
banner
   lau 03. janúar 2026 20:42
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta: Rice sýnir hugarfarið sem allir eiga að vera með
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mikel Arteta var mjög ánægður eftir mikinn baráttusigur Arsenal gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag. Arsenal hafði harma að hefna eftir tapleiki heima og úti gegn Bournmeouth á síðustu leiktíð.

Bournemouth tók forystuna eftir slæm varnarmistök Gabriel Magalhaes í dag, en Gabriel brást við með að skora jöfnunarmark sex mínútum síðar og urðu lokatölur 2-3 fyrir Arsenal.

„Við settum okkur sjálfa í erfiða stöðu með slæmum mistökum í fyrsta markinu en Gabriel sýndi hversu sterkan persónuleika hann er með og bætti upp fyrir mistökin með marki. Við byrjuðum illa en uxum inn í leikinn og skoruðum tvö góð mörk í síðari hálfleiknum," sagði Arteta.

„Declan Rice hefur verið að glíma við meiðsli og beit á jaxlinn til að spila í dag. Hann lék í 96 mínútur, skoraði tvö mörk og var einn af bestu leikmönnum vallarins. Hann er með magnað hugarfar, þetta er hugarfarið sem allir í hópnum eiga að vera með."

Arsenal er á góðu skriði á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en Arteta veit að það er mikið eftir af tímabilinu. Liðið er með 48 stig eftir 20 umferðir, en Arsenal hefur átt lélegu gengi að fagna í janúar- og febrúarmánuðum síðustu ára.

„Það eru níu leikir í janúar og við erum ekki að hugsa um neitt annað en bara næsta leik hverju sinni. Við höfum ekki tíma til að hugsa um aðra hluti."

Arteta hrósaði frammistöðu Bournemouth að leikslokum þar sem lærlingar góðvinar hans Andoni Iraola sýndu flotta frammistöðu en réðu þó að lokum ekki við gæðin í ógnarsterku liði Arsenal.

„Þetta er risastór sigur fyrir okkur gegn mjög sterkum andstæðingum. Það er ekki af ástæðulausu sem við töpuðum tvisvar sinnum gegn þeim í fyrra. Þetta er virkilega sterkt fótboltalið."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
9 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
10 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
11 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner