Real Madrid vill varnarmann Tottenham - Newcastle setur svakalegan verðmiða á Isak - Guehi og Robinson til LIverpool?
   mið 03. febrúar 2016 11:38
Magnús Már Einarsson
Almarr Ormarsson á leið í KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Almarr Ormarsson, leikmaður KR, er á leið til KA samkvæmt öruggum heimildum Fótbolta.net.

KA hefur boðað til fréttamannafundar klukkan 17:00 í dag þar sem Almarr verður kynntur til sögunnar.

Almarr er uppalinn hjá KA en hann lék síðast með liðinu í 1. deild árið 2008.

Almarr fór þaðan til Fram áður en hann gekk í raðir KR fyrir tímabilið 2014.

KA kaupir Almarr af KR en hann var með samning í Vesturbænum þar til í október á þessu ári.

KA ætlar sér stóra hluti í 1. deildinni í sumar en liðið keypti Hallgrím Mar Bergmann frá Víkingi R. á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner