Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 19:32
Brynjar Ingi Erluson
Dragusin sleit krossband gegn Íslendingaliðinu
Mynd: Getty Images
Radu Dragusin, varnarmaður Tottenham, er með slitið krossband, en þetta segir vefmiðillinn Athletic í dag.

Rúmenski miðvörðurinn meiddist í 3-0 sigri Tottenham á Íslendingaliði Elfsborg í Evrópudeildinni á fimmtudag og var síðan ekki með liðinu er það lagði Brentford að velli í gær.

Athletic hefur heimildir fyrir því að Dragusin sé með slitið krossband og verður hann því ekki meira með á þessu tímabili.

Tottenham fékk hinn austurríska varnarmanninn Kevin Danso frá Lens um helgina en vill bæta við sig öðrum varnarmanni.

Crystal Palace hafnaði 70 milljóna punda tilboði Marc Guehi í dag og þá hefur félagið einnig átt í viðræðum við AC Milan um enska leikmanninn Fikayo Tomori.

Það verður spennandi að sjá hvað Tottenham gerir á síðustu klukkutímum gluggans og munum við auðvitað færa ykkur helstu fréttir af því þegar þær berast.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner