Fjórar uppaldar stelpur hafa skrifað undir nýja samninga við FHL fyrir átökin í Bestu deild kvenna í sumar.
Markvörðurinn Embla Fönn Jónsdóttir (2007) hefur spilað 18 leiki með liðinu á ferlinum. Christa Björg Andrésdóttir, 18 ára hefur spilað 23 leiki. Diljá Rögn Eerlingsdóttir, 18 ára, hefur spilað 23 leiki og Matthlidur Klausen (2006) hefur spilað 14 leiki með liðinu.
Þá er hin 24 ára Maria Björg Fjölnisdóttir gengin til liðs við félagið frá Fylki.
María hefur leikið 101 leik á ferlinum. Hún er uppalin í Breiðablik og hefur einnig leikið með Augnablik en hún gekk til liðs við Fylki árið 2018 og hefur góða reynslu úr Bestu deildinni.
FHL spilar í Bestu deildinni næsta sumar eftir að hafa staðið uppi sem sigurvegari í Lengjudeildinni siðasta sumar með þónokkrum yfirburðum.
Athugasemdir