Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 03. mars 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Gat farið til Man Utd en taldi Liverpool betri kost fyrir sig
Cody Gakpo valdi að spila fyrir Klopp
Cody Gakpo valdi að spila fyrir Klopp
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool keypti hollenska sóknarmanninn Cody Gakpo frá PSV Eindhoven fyrir rúmu ári síðan en það hefði þó getað farið á annan veg.

Gakpo var eftirsóttur af stærstu félögum Evrópu eftir frábæra spilamennsku hans í Hollandi.

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er mikill aðdáandi og sannfærði enska félagið um að hefja viðræður við PSV.

Liverpool kom inn í myndina og þá var ekki aftur snúið. Gakpo samdi til fimm ára, en hann talaði við Melissu Reddy á Sky Sports um ákvörðun sína.

„Manchester United var í viðræðum um að kaupa mig áður en ég fór til Liverpool. Ég talaði einnig við Erik ten Hag, en Liverpool kom og það var besta ákvörðunin fyrir mig,“ sagði Gakpo.

Frá því hann samdi við Liverpool hefur hann komið að 26 mörkum í 64 leikjum og unnið einn bikar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner