Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 03. mars 2024 22:07
Brynjar Ingi Erluson
Reggí-strákarnir hans Heimis gerðu markalaust jafntefli
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í landsliði Jamaíku gerðu markalaust jafntefli við Trínidad og Tóbagó í seinni æfingaleik liðanna í kvöld.

Jamaíka vann fyrri leikinn 1-0 þar sem nýliðinn Kaheim Dixon skoraði sitt fyrsta mark.

Richard King, sem lék með ÍBV í Bestu deildinni síðasta sumar, var í byrjunarliði Jamaíku.

Báðir leikirnir fóru fram í Trínidad og Tóbago en í kvöld var niðurstaðan markalaust jafntefli.

Aðeins einn leikmaður byrjaði báða leiki en það var Jahshaun Anglin, sem leikur með Harbour View í heimalandinu.

Næsti landsleikur Jamaíku er gegn Bandaríkjunum í Þjóðadeild CONCACAF þann 22. mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner