Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mán 03. júlí 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Hin Hliðin - Jasmín Erla Ingadóttir (Fylkir)
Jasmín Erla Ingadóttir.
Jasmín Erla Ingadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reglulega í sumar sýna leikmenn á sér hina hliðina hér á Fótbolta.net.

Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður Fylkis í Pepsi-deild kvenna, sýnir á sér hina hliðina í dag.

Fullt nafn: Jasmín Erla Ingadóttir

Gælunafn sem þú þolir ekki:  Jalla er mikið notað og ég er ekki mikill aðdáandi af því

Aldur: 18

Hjúskaparstaða: Á lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki:  sumarið 2014

Uppáhalds drykkur: drekk oftast vatn bara

Uppáhalds matsölustaður: Nings

Hvernig bíl áttu:  skoda fabia

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends

Uppáhalds tónlistarmaður: enginn sérstakur

Uppáhalds samskiptamiðill: nota snapchat mest en instagram er líka í miklu uppáhaldi

Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat: Sunneva Helgadóttir fær 1,2 og 3 sæti í þeirri keppni.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: fæ mér alltaf lúxusdýfu, hokey pulver og þrist

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst:  “Ertu með bolta?” - Hulda Hrund

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með:  Ég skoða öll lið ef þau koma með góð tilboð

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Fanndís

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt:  Ásdís Karen má eiga það, hún getur verið soldið þreytandi inná vellinum og hikar ekki við peysutogið en er algjör meistari utan vallar

Sætasti sigurinn: Þegar við unnum Breiðablik í bikarúrslitum í 3.flokki í vító en úrslitin réðust eftir 26 vítaspyrnur

Mestu vonbrigðin: Algjör skandall að mínu mati að hún Hulda Sig sé ekki í lokahópnum fyrir EM

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ruth Þórðar

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Gera U23 kvenna landslið

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Kristall Máni

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Marinó Leví

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Rakel Marín

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Hulda Hrund er svakaleg! Sérstaklega núna þegar hún er ekki að spila og þarf að fá útrás annars staðar

Uppáhalds staður á Íslandi: Grafarvogurinn

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Fannst virkilega skemmtilegt þegar Andrea Mist bitch-slappaði mig í leik í 3flokki

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Kíki alltaf aðeins í símann

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, finnst mjög gaman að horfa á Handbolta og horfi líka alltaf á Gunnar Nelson

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: slæ öll met í að vera léleg í ensku

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Held það toppi ekkert Nínu

Vandræðalegasta augnablik: Líklegast þegar ég var vitni af því þegar fyrrum þjálfari minn labbaði inní klefann okkar þegar vinkona mín var ber að ofan, held ég hafi aldrei hlegið jafn mikið

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Stellu, Thelmu og svo þyrftu Sæunn og Birna að fara í skæri blað steinn uppá það hvor þeirra fengi þann heiður að koma með

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er skíthrædd við ketti
Athugasemdir
banner
banner