
Stjarnan gerði í kvöld 0-0 jafntefli við Þór/KA í Pepsi Max-deild kvenna.
Stjarnan situr í fimmta sæti deildarinnar og er með tíu stig að loknum átta umferðum.
Stjarnan situr í fimmta sæti deildarinnar og er með tíu stig að loknum átta umferðum.
Stjarnan hefur aðeins skorað fimm mörk á leiktíðinni og það síðasta koma í 3-1 heimasigri á Fylki þann 22. maí. Síðan eru liðnar 367 mínútur.
Liðið hefur ekki skorað í fjórum leikjum í röð, 0-5 tap gegn ÍBV, 0-1 tap gegn Breiðablik, 0-5 tap gegn Keflavík og svo 0-0 leikurinn í kvöld.
Liðið hefur á sama tima fengið á sig þrettán mörk og er því með -8 í markatölu.
Ljóst er að það er mikið áfall að vera án Hörpu Þorsteinsdóttur sem sleit krossband í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Harpa skoraði fjórtán mörk í sautján leikjum í fyrra, þar af átta deildarmörk.
Enginn leikmaður Stjörnunnar hefur skorað meira en eitt mark á leiktíðinni.
Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var í viðtali eftir leikinn við Þór/KA spurð út í markaleysið hjá liðinu.
„Við erum náttúrulega með ungar stelpur framávið. Ég held að þær þurfi aðeins að anda áður en þær klára færin og þá kemur þetta hjá þeim," sagði Anna María eftir leikinn við Þór/KA í kvöld.
Athugasemdir