Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   lau 03. júlí 2021 16:57
Arnar Laufdal Arnarsson
Kiddi Steindórs: Bjóst ekki við að besti dagur sumarsins væri í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Steindórsson, framherji Breiðablik, skoraði og lagði upp mark í 4-0 sigri Blika í dag er þeir sigruðu Leikni Reykjavík á Kópavogsvelli.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Leiknir R.

„Þetta var mjög gott. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur eins og við fengum að kynnast í annarri umferð, en eftir frekar kærulausan fyrri hálfleik - þrátt fyrir að hafa skorað tvö mörk - þá stjórnuðum við þessu í seinni hálfleik og gerðum þetta vel," sagði Kristinn í viðtali eftir leik.

Hvernig var þessi leikur öðruvísi frá leiknum sem endaði 3-3 í Breiðholtinu?

„Ég veit það ekki alveg, held við höfum bara spilað heilt yfir betur í dag. Við komum inn í þennan leik með meira sjálfstraust því í seinni leiknum vorum við nýbúnir að tapa fyrir KR í fyrsta leik. Ég held að við vissum bara betur hvað við ætluðum að gera."

Kiddi spilaði í innanundirpeysu allan leikinn meðan það var bongó blíða á Kópavogsvelli.

„Ég er með tvö tiltölulega ný húðflúr á vinstri hendinni þannig það var eiginlega ástæðan. Ég bjóst ekki við að besti dagur sumarsins væri í dag en það er eins og það er."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Kiddi talar t.d. um Evrópuævintýrið sem Blikar takast á í næstu viku.
Athugasemdir
banner