Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
Voru að reyna læra af Arnari - „Stundum þarf maður að suffera og mér fannst við gera það"
Jökull um dómgæsluna í kvöld - „Víkingar fá að kalla dómara svindlara og að það sé herferð gegn félaginu"
Víkingur fékk neitun frá KSÍ um frestun - „Mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins betur við félögin"
Orri Sigurður um fyrri hálfleikinn: Jaðarsólin er erfið
Túfa: Þegar þú hleypur maraþon þá gefuru í undir lokin
Dóri Árna: Yfirburðirnir stjarnfræðilegir þar til á 70. mínútu
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
Þorlákur: Hélt að þetta væri að sigla í jafntefli
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
Davíð Smári: Hver einasti leikur spilast nánast eins og úrslitaleikur í bikar
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Bjarni Jó: Þurfum bara að fjölga góðu mínútunum og fækka þeim slæmu
Gunnar Heiðar: Hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim
Jóhann Birnir: Var vælandi allan leikinn
Gunnar Már brjálaður út í dómgæsluna: Af hverju eru menn að ljúga
Óli Kristjáns: Skiptir engu máli hvort ég sé sammála eða ósammála
   lau 03. júlí 2021 16:57
Arnar Laufdal Arnarsson
Kiddi Steindórs: Bjóst ekki við að besti dagur sumarsins væri í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Steindórsson, framherji Breiðablik, skoraði og lagði upp mark í 4-0 sigri Blika í dag er þeir sigruðu Leikni Reykjavík á Kópavogsvelli.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Leiknir R.

„Þetta var mjög gott. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur eins og við fengum að kynnast í annarri umferð, en eftir frekar kærulausan fyrri hálfleik - þrátt fyrir að hafa skorað tvö mörk - þá stjórnuðum við þessu í seinni hálfleik og gerðum þetta vel," sagði Kristinn í viðtali eftir leik.

Hvernig var þessi leikur öðruvísi frá leiknum sem endaði 3-3 í Breiðholtinu?

„Ég veit það ekki alveg, held við höfum bara spilað heilt yfir betur í dag. Við komum inn í þennan leik með meira sjálfstraust því í seinni leiknum vorum við nýbúnir að tapa fyrir KR í fyrsta leik. Ég held að við vissum bara betur hvað við ætluðum að gera."

Kiddi spilaði í innanundirpeysu allan leikinn meðan það var bongó blíða á Kópavogsvelli.

„Ég er með tvö tiltölulega ný húðflúr á vinstri hendinni þannig það var eiginlega ástæðan. Ég bjóst ekki við að besti dagur sumarsins væri í dag en það er eins og það er."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Kiddi talar t.d. um Evrópuævintýrið sem Blikar takast á í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner