Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
   lau 03. júlí 2021 16:57
Arnar Laufdal Arnarsson
Kiddi Steindórs: Bjóst ekki við að besti dagur sumarsins væri í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Steindórsson, framherji Breiðablik, skoraði og lagði upp mark í 4-0 sigri Blika í dag er þeir sigruðu Leikni Reykjavík á Kópavogsvelli.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Leiknir R.

„Þetta var mjög gott. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur eins og við fengum að kynnast í annarri umferð, en eftir frekar kærulausan fyrri hálfleik - þrátt fyrir að hafa skorað tvö mörk - þá stjórnuðum við þessu í seinni hálfleik og gerðum þetta vel," sagði Kristinn í viðtali eftir leik.

Hvernig var þessi leikur öðruvísi frá leiknum sem endaði 3-3 í Breiðholtinu?

„Ég veit það ekki alveg, held við höfum bara spilað heilt yfir betur í dag. Við komum inn í þennan leik með meira sjálfstraust því í seinni leiknum vorum við nýbúnir að tapa fyrir KR í fyrsta leik. Ég held að við vissum bara betur hvað við ætluðum að gera."

Kiddi spilaði í innanundirpeysu allan leikinn meðan það var bongó blíða á Kópavogsvelli.

„Ég er með tvö tiltölulega ný húðflúr á vinstri hendinni þannig það var eiginlega ástæðan. Ég bjóst ekki við að besti dagur sumarsins væri í dag en það er eins og það er."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Kiddi talar t.d. um Evrópuævintýrið sem Blikar takast á í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner