Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   lau 03. júlí 2021 16:57
Arnar Laufdal Arnarsson
Kiddi Steindórs: Bjóst ekki við að besti dagur sumarsins væri í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Steindórsson, framherji Breiðablik, skoraði og lagði upp mark í 4-0 sigri Blika í dag er þeir sigruðu Leikni Reykjavík á Kópavogsvelli.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Leiknir R.

„Þetta var mjög gott. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur eins og við fengum að kynnast í annarri umferð, en eftir frekar kærulausan fyrri hálfleik - þrátt fyrir að hafa skorað tvö mörk - þá stjórnuðum við þessu í seinni hálfleik og gerðum þetta vel," sagði Kristinn í viðtali eftir leik.

Hvernig var þessi leikur öðruvísi frá leiknum sem endaði 3-3 í Breiðholtinu?

„Ég veit það ekki alveg, held við höfum bara spilað heilt yfir betur í dag. Við komum inn í þennan leik með meira sjálfstraust því í seinni leiknum vorum við nýbúnir að tapa fyrir KR í fyrsta leik. Ég held að við vissum bara betur hvað við ætluðum að gera."

Kiddi spilaði í innanundirpeysu allan leikinn meðan það var bongó blíða á Kópavogsvelli.

„Ég er með tvö tiltölulega ný húðflúr á vinstri hendinni þannig það var eiginlega ástæðan. Ég bjóst ekki við að besti dagur sumarsins væri í dag en það er eins og það er."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Kiddi talar t.d. um Evrópuævintýrið sem Blikar takast á í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner