Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 03. ágúst 2022 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Mackenzie Cherry semur við Aftureldingu (Staðfest)
Mackenzie Cherry mun spila með Aftureldingu út þessa leiktíð
Mackenzie Cherry mun spila með Aftureldingu út þessa leiktíð
Mynd: Heimasíða Aftureldingar
Fimmti leikmaðurinn bættist við leikmannahóp Aftureldingar í gær með komu bandaríska varnarmannsins Mackenzie Cherry. Félagið tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum.

Cherry, sem fagnaði 23 ára afmælisdegi sínum í gær, mun spila með Aftureldingu út þessa leiktíð.

Hún hefur síðustu ár verið lykilona í Coastal Carolina-háskólanum í Bandaríkjunum og mun nú spila með Aftureldingu í átökunum í seinni hluta tímabilsins.

„Við höfum orðið fyrir skakkaföllum í sumar og meiðsli hafa leikið okkur grátt. Til að bregðast við því ákváðum við að bæta þessum leikmönnum við hópinn. Um er að ræða öfluga leikmenn sem styrkja öflugan kjarna sem er fyrir í hópnum hjá okkur. Þær koma allar til með að hjálpa okkur mikið í þeirri hörðu baráttu sem er framundan," sagði Alexander Aron Davorsson, annar af þjálfurum Aftureldingar.

Mackenzie er komin með leikheimild og verður því klár í slaginn er Afturelding og Þróttur R. eigast við á Malbikstöðinni að Varmá á morgun. Afturelding er í neðsta sæti deildarinnar með 6 stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner