Heimild: 433.is
Alfreð var hjá Breiðabliki á árunum 2005-2010. Hann hjálpaði liðinu að verða Íslandsmeistari 2010 og bikarmeistari 2009.
Alfreð Finnbogason var á fimmtudag tilkynntur sem tæknilegur ráðgjafi hjá fótboltadeild Breiðabliks. Hann er ráðinn í hlutastarf og hefur þegar hafið störf.
Ef horft er í karlalið Breiðabliks þá er liðið orðið gamalt og fáir ungir leikmenn að spila í liðinu. Breiðablik gæti verið á krossgötum því nokkuð margir leikmenn renna út á samningi í lok árs og mögulegt tækifæri til að breyta hressilega til í samsetningu hópsins.
Alfreð ræddi við Hörð Snævar Jónsson á 433.is og sagði m.a. eftirfarandi:
Ef horft er í karlalið Breiðabliks þá er liðið orðið gamalt og fáir ungir leikmenn að spila í liðinu. Breiðablik gæti verið á krossgötum því nokkuð margir leikmenn renna út á samningi í lok árs og mögulegt tækifæri til að breyta hressilega til í samsetningu hópsins.
Alfreð ræddi við Hörð Snævar Jónsson á 433.is og sagði m.a. eftirfarandi:
„Starfið felst í því að vera ráðgjafi hvað varðar fótboltalegar ákvarðanir: byggja upp stefnu. Við töluðum um að Breiðablik fari aftur í að spila á ungum leikmönnum og selja þá út - hver sé besta leiðin að því. Þeir sem ég ræddi við voru mjög hreinskilnir með að þeir hefðu kannski aðeins misst augun af boltanum. Þá vaknaru með lið sem er með meðalaldur yfir 30 ár - þyrfti kannski að spóla til baka i gömlu gildin."
„Þeir vilja hafa aðgang að mér og minni skoðun og að ég geti hjálpað þeim í þessu. Þegar uppeldisklúbburinn leitar til þín þá vill maður að sjálfsögðu hjálpa eins og maður getur."
Alfreð mun sinna starfinu meðfram því að spila með liði sínu Eupen í Evrópu. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum.
Athugasemdir