Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   þri 03. september 2024 16:40
Elvar Geir Magnússon
Hilton Reykjavík
Andri Lucas: Fótboltinn getur verið geggjaður og þetta er dæmi um það
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Komandi landsleikir leggjast vel í sóknarmanninn Andra Lucas Guðjohnsen en hann spjallaði við Fótbolta.net fyrir hótel landsliðsins í Reykjavík í dag. Ísland mætir Svartfjallalandi á föstudag og svo Tyrklandi úti á mánudag en það eru fyrstu leikir strákanna okkar í nýju tímabili af Þjóðadeildinni.

Andri færði sig um set í sumar þegar hann var seldur frá danska félaginu Lyngby og til Gent í Belgíu. Hann var spurður að því hvernig þetta fer af stað hjá honum hjá nýju félagi?

„Bara ágætlega. Þetta er nýtt land og ný deild. Það hjálpar að Arnar (Þór Viðarsson) sé þarna og hann þekkir þetta mjög vel. Þetta hefur verið ágætt, það er pínu hæg byrjun hjá okkur. Margir nýir leikmenn og nýtt þjálfarateymi. En þetta lítur vel út, það eru margir góðir leikmenn og þetta er hærra level en hjá Lyngby. Það er jákvætt fyrir mig að vera kominn á þennan stað," segir Andri Lucas.

Fyrsta mark Andra í Belgíu var sigurmark í leik gegn Kortrijk, liði Freys Alexanderssonar en Freyr þjálfaði Andra hjá Lyngby.

„Það var svolítið týpískt. Svona er fótboltinn stundum. Freyr var frábær þegar við vorum hjá Lyngby og virkaði strax. Nú er hann kominn á flottan stað hjá Kortrijk og ég hjá Gent. Skyndilega erum við að spila gegn hvorum öðrum í öðru landi, sem er bara skemmtilegt."

Andri viðurkennir að það sé sérstök tilfinning að í október sé framundan leikur með Gent gegn Chelsea í október á Stamford Bridge í Sambandsdeildinni.

„Það er pínu öðruvísi. Pabbi spilaði í mörg ár með Chelsea og er mjög stór þar, ég fæddist líka þar þegar hann var að spila þar. Þetta er sérstakt. Eins og ég segi þá getur fótboltinn verið geggjaður og þetta er dæmi um það. Þetta er leikur sem maður vill spila, ég er viss um að þetta verði frábær upplifun," segir Andri Lucas.
Athugasemdir
banner