William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Arnór Gauti: Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
   þri 03. september 2024 16:40
Elvar Geir Magnússon
Hilton Reykjavík
Andri Lucas: Fótboltinn getur verið geggjaður og þetta er dæmi um það
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Komandi landsleikir leggjast vel í sóknarmanninn Andra Lucas Guðjohnsen en hann spjallaði við Fótbolta.net fyrir hótel landsliðsins í Reykjavík í dag. Ísland mætir Svartfjallalandi á föstudag og svo Tyrklandi úti á mánudag en það eru fyrstu leikir strákanna okkar í nýju tímabili af Þjóðadeildinni.

Andri færði sig um set í sumar þegar hann var seldur frá danska félaginu Lyngby og til Gent í Belgíu. Hann var spurður að því hvernig þetta fer af stað hjá honum hjá nýju félagi?

„Bara ágætlega. Þetta er nýtt land og ný deild. Það hjálpar að Arnar (Þór Viðarsson) sé þarna og hann þekkir þetta mjög vel. Þetta hefur verið ágætt, það er pínu hæg byrjun hjá okkur. Margir nýir leikmenn og nýtt þjálfarateymi. En þetta lítur vel út, það eru margir góðir leikmenn og þetta er hærra level en hjá Lyngby. Það er jákvætt fyrir mig að vera kominn á þennan stað," segir Andri Lucas.

Fyrsta mark Andra í Belgíu var sigurmark í leik gegn Kortrijk, liði Freys Alexanderssonar en Freyr þjálfaði Andra hjá Lyngby.

„Það var svolítið týpískt. Svona er fótboltinn stundum. Freyr var frábær þegar við vorum hjá Lyngby og virkaði strax. Nú er hann kominn á flottan stað hjá Kortrijk og ég hjá Gent. Skyndilega erum við að spila gegn hvorum öðrum í öðru landi, sem er bara skemmtilegt."

Andri viðurkennir að það sé sérstök tilfinning að í október sé framundan leikur með Gent gegn Chelsea í október á Stamford Bridge í Sambandsdeildinni.

„Það er pínu öðruvísi. Pabbi spilaði í mörg ár með Chelsea og er mjög stór þar, ég fæddist líka þar þegar hann var að spila þar. Þetta er sérstakt. Eins og ég segi þá getur fótboltinn verið geggjaður og þetta er dæmi um það. Þetta er leikur sem maður vill spila, ég er viss um að þetta verði frábær upplifun," segir Andri Lucas.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner