Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   þri 03. september 2024 16:40
Elvar Geir Magnússon
Hilton Reykjavík
Andri Lucas: Fótboltinn getur verið geggjaður og þetta er dæmi um það
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Komandi landsleikir leggjast vel í sóknarmanninn Andra Lucas Guðjohnsen en hann spjallaði við Fótbolta.net fyrir hótel landsliðsins í Reykjavík í dag. Ísland mætir Svartfjallalandi á föstudag og svo Tyrklandi úti á mánudag en það eru fyrstu leikir strákanna okkar í nýju tímabili af Þjóðadeildinni.

Andri færði sig um set í sumar þegar hann var seldur frá danska félaginu Lyngby og til Gent í Belgíu. Hann var spurður að því hvernig þetta fer af stað hjá honum hjá nýju félagi?

„Bara ágætlega. Þetta er nýtt land og ný deild. Það hjálpar að Arnar (Þór Viðarsson) sé þarna og hann þekkir þetta mjög vel. Þetta hefur verið ágætt, það er pínu hæg byrjun hjá okkur. Margir nýir leikmenn og nýtt þjálfarateymi. En þetta lítur vel út, það eru margir góðir leikmenn og þetta er hærra level en hjá Lyngby. Það er jákvætt fyrir mig að vera kominn á þennan stað," segir Andri Lucas.

Fyrsta mark Andra í Belgíu var sigurmark í leik gegn Kortrijk, liði Freys Alexanderssonar en Freyr þjálfaði Andra hjá Lyngby.

„Það var svolítið týpískt. Svona er fótboltinn stundum. Freyr var frábær þegar við vorum hjá Lyngby og virkaði strax. Nú er hann kominn á flottan stað hjá Kortrijk og ég hjá Gent. Skyndilega erum við að spila gegn hvorum öðrum í öðru landi, sem er bara skemmtilegt."

Andri viðurkennir að það sé sérstök tilfinning að í október sé framundan leikur með Gent gegn Chelsea í október á Stamford Bridge í Sambandsdeildinni.

„Það er pínu öðruvísi. Pabbi spilaði í mörg ár með Chelsea og er mjög stór þar, ég fæddist líka þar þegar hann var að spila þar. Þetta er sérstakt. Eins og ég segi þá getur fótboltinn verið geggjaður og þetta er dæmi um það. Þetta er leikur sem maður vill spila, ég er viss um að þetta verði frábær upplifun," segir Andri Lucas.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner