Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
banner
   þri 03. september 2024 16:40
Elvar Geir Magnússon
Hilton Reykjavík
Andri Lucas: Fótboltinn getur verið geggjaður og þetta er dæmi um það
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Komandi landsleikir leggjast vel í sóknarmanninn Andra Lucas Guðjohnsen en hann spjallaði við Fótbolta.net fyrir hótel landsliðsins í Reykjavík í dag. Ísland mætir Svartfjallalandi á föstudag og svo Tyrklandi úti á mánudag en það eru fyrstu leikir strákanna okkar í nýju tímabili af Þjóðadeildinni.

Andri færði sig um set í sumar þegar hann var seldur frá danska félaginu Lyngby og til Gent í Belgíu. Hann var spurður að því hvernig þetta fer af stað hjá honum hjá nýju félagi?

„Bara ágætlega. Þetta er nýtt land og ný deild. Það hjálpar að Arnar (Þór Viðarsson) sé þarna og hann þekkir þetta mjög vel. Þetta hefur verið ágætt, það er pínu hæg byrjun hjá okkur. Margir nýir leikmenn og nýtt þjálfarateymi. En þetta lítur vel út, það eru margir góðir leikmenn og þetta er hærra level en hjá Lyngby. Það er jákvætt fyrir mig að vera kominn á þennan stað," segir Andri Lucas.

Fyrsta mark Andra í Belgíu var sigurmark í leik gegn Kortrijk, liði Freys Alexanderssonar en Freyr þjálfaði Andra hjá Lyngby.

„Það var svolítið týpískt. Svona er fótboltinn stundum. Freyr var frábær þegar við vorum hjá Lyngby og virkaði strax. Nú er hann kominn á flottan stað hjá Kortrijk og ég hjá Gent. Skyndilega erum við að spila gegn hvorum öðrum í öðru landi, sem er bara skemmtilegt."

Andri viðurkennir að það sé sérstök tilfinning að í október sé framundan leikur með Gent gegn Chelsea í október á Stamford Bridge í Sambandsdeildinni.

„Það er pínu öðruvísi. Pabbi spilaði í mörg ár með Chelsea og er mjög stór þar, ég fæddist líka þar þegar hann var að spila þar. Þetta er sérstakt. Eins og ég segi þá getur fótboltinn verið geggjaður og þetta er dæmi um það. Þetta er leikur sem maður vill spila, ég er viss um að þetta verði frábær upplifun," segir Andri Lucas.
Athugasemdir
banner
banner
banner