Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   þri 03. október 2023 22:12
Ívan Guðjón Baldursson
Kompany: Bæði lið munu leggja allt í sölurnar í vetur
Mynd: EPA
Vincent Kompany var kátur að leikslokum eftir fyrsta sigur Burnley á nýju tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Burnley heimsótti Luton Town í nýliðaslag og skóp nauman en afar dýrmætan sigur. Lærisveinar Kompany eru með fjögur stig eftir sjö umferðir þökk sé glæsilegu sigurmarki í boði Jacob Bruun Larsen.

„Við þurftum að berjast allt til enda fyrir þessum sigri og ég er stoltur af strákunum fyrir baráttuna sem þeir sýndu í dag. Það er frábær tilfinning að ná í þrjú stig í ensku úrvalsdeildinni," sagði Kompany að leikslokum, en þetta var hans fyrsti sigur sem þjálfari í úrvalsdeildinni.

„Þetta var góður leikur þar sem tvö vinnusöm lið mættust. Bæði lið sýndu að þau munu leggja allt í sölurnar til að standa sig vel á þessari leiktíð."

Burnley er enn í fallsæti þrátt fyrir sigurinn, en þar dúsa Sheffield United og Bournemouth einnig sem eru einu úrvalsdeildarliðin enn án sigurs á tímabilinu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner