Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fim 03. október 2024 11:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvenn kaup sem hafa heppnast hjá Ten Hag - Antony í sérflokki
Antony.
Antony.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það er ekki hægt að segja að mörg kaupin hjá Manchester United hafi gengið upp eftir að Erik ten Hag tók við stjórnartaumunum hjá félaginu.

Ten Hag hefur fengið inn marga leikmenn sem hann þekkir eða hefur einhver tengsl við og að mestu leyti hefur það gengið illa upp.

Mirror ákvað að taka saman lista yfir þá leikmenn sem hafa komið til Man Utd eftir að Ten Hag tók við og sjá hvað hefur gengið upp og hvað hefur ekki gengið upp. Um er að ræða 21 leikmann.

Mirror telur að aðeins tvö kaup hafi gengið upp en það eru kaupin á markverðinum Andre Onana og varnarmanninum Lisandro Martinez.

Rasmus Höjlund er spennandi en þarf að gera meira. Þá falla Jonny Evans, Marcel Sabitzer, Christian Eriksen og Casemiro í þann flokk að hafa staðið sig vel en voru ekki fengnir til langtíma.

Það er of snemmt að dæma leikmennina sem voru fengnir inn í sumar en Wout Weghorst og Sofyan Amrabat voru vonbrigði. Það sama má líka segja Tyrell Malacia og Mason Mount sem eru enn hjá félaginu.

Jack Butland, Martin Dubravka og Sergio Reguilon voru allir hjá félaginu á láni en það var varla hægt að taka eftir þeim. Altay Bayindir, varamarkvörður United, er í sama pakka.

Svo er það Antony, hvað er hægt að segja um hann? Antony er með sinn eigin flokk hjá Mirror. Því miður.

„Miðað við ódýrari valkostina sem voru í boði og hversu langt Ten Hag var tilbúinn að ganga fyrir endurfundi þá var stöngin sett hátt upp en Brasilíumaðurinn hefði ekki einu sinni náð lágmarki," segir í greininni.

Á meira en tveimur árum sem leikmaður Manchester United hefur Antony gert 12 mörk og átt fimm stoðsendingar. Þetta er ömurlegt fyrir mann sem er næst dýrasti leikmaður í sögu félagsins en United borgaði 86 milljónir punda fyrir Antony sem er hreint út sagt fáránlegur verðmiði.
Athugasemdir
banner
banner
banner