Trent efstur á blaði Real - Newcastle vill Mbeumo - Arsenal hefur áhuga á Kudus
   sun 03. nóvember 2024 23:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sveinn Margeir riftir samningi sínum við KA (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Sveinn Margeir Hauksson hefur rift samningi sínum við KA. Hjörvar Hafliðason vakti athygli á þessu í Dr. Football í dag og Sveinn staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net. Þetta tengist ekki á neinn hátt ósætti við KA segir Sveinn Margeir.


Sveinn Margeir er uppalinn í Dalvík/Reyni. Hann kom við í 3. flokk hjá KA árið 2016 en snéri svo aftur til Dalvíkur áður en hann fór aftur í KA. Hann spilaði sinn fyrsta leik árið 2020 en hann hefur spilað 184 leiki á meistaraflokksferlinum með KA og Dalvík/Reyni og skorað 26 mörk.

Hann hélt í sumar til Bandaríkjanna þar sem hann er í meistaranámi í fjármálaverkfræði við UCLA háskólann.
Hann spilaði 15 leiki og skoraði 4 mörk í Bestu deildinni fyrri hluta sumars og var sterkur fyrir liðið áður en hann fór út. Þá tók hann þátt í öllum bikarleikjum liðsins fram að úrslitum en liðið varð bikarmeistari eftir sigur á Víkingi.

Ljóst er að hann muni ekki geta spilað allt næsta tímabil vegna námsins.

Sveinn Margeir hefur ekki ákveðið hvað hann ætlar að gera í framhaldinu af riftuninni.

„Er að halda öllu opnu, er bara að skoða hvernig lífið þróast þessa dagana," sagði Sveinn Margeir í samtali við Fótbolta.net


Athugasemdir
banner
banner