Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   þri 21. maí 2024 11:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sveinn Margeir ósammála Mána: Geggjað tækifæri í námi og fótbolta
Markinu í gær fagnað.
Markinu í gær fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Lagleg afgreiðsla.
Lagleg afgreiðsla.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni Pétursson.
Máni Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var heldur tæpt fyrir minn smekk, við byrjuðum þetta mjög vel, komumst í 3-0 en svo er eitthvað einbeitingarleysi hjá okkur í seinni og við fáum á okkur tvö mörk. Við eigum bara að vera búnir að drepa leikinn. En geggjað að fá Geira rakettu í gegn og klára þetta fyrir okkur," sagði Sveinn Margeir Hauksson, einn af markaskorurum KA, við Fótbolta.net eftir sigurinn á Fylki í gær.

KA komst í 3-0 í leiknum en Fylkir náði heldur betur að gera leikinn spennandi í seinni hálfleiknum.

Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Fylkir

„Ég eiginlega skil það ekki. Við erum búnir að gera þetta aðeins í sumar, frammistaðan hefur verið mjög góð á köflum en svo kemur bara tímabil þar sem er eitthvað einbeitingarleysi. Það er alveg pirrandi. Við höfum verið að byrja leiki og fengið mark á okkur snemma, þurft að koma til baka. Það er eitthvað sem við þurfum að græja."

„Þetta var svipað 'vibe' og á móti HK í fyrsta leik, við vorum að vaða í færum en þá vildi hann ekki inn. Núna gekk þetta,"
sagði Sveinn Margeir sem var sammála því að fyrri hálfleikurinn hafi verið besti hálfleikur KA á tímabilinu.

Sveinn skoraði fyrsta mark KA í leiknum með laglegri vippu eftir frábæra stungusendingu frá Ívari Erni Árnasyni.

„Það var geggjuð sending frá Ívari í gegn og í raun ekki mikið eftir að gera fyrir mig, bara taka ákvörðun og það gekk."

Sveinn hefði hæglega getað skorað annað mark seinna í fyrri hálfleiknum. Hann var kominn framhjá Ólafi í marki Fylkis en skotið hans fór í þverslána.

„Úff, ég væri til í að tala ekki um það, það var alveg galið. Ég var með Grímsa (Hallgrím Mar) með mér, hefði getað sent á hann. Þegar ég tók skotið þá var ég búinn að þvinga sjálfan mig í skotið. Þetta á bara alltaf að vera inni, þetta er svolítið búið að vera sláin/stöngin út hjá mér í sumar."

Hann nefndi í upphafi augnablikið þegar Ásgeir innsiglaði sigurinn, Viðar Örn Kjartansson átti laglega stoðsendingu á fyrirliðann. „Geðveikt, maður er búinn að bíða eftir því. Viðar er búinn að vera flottur á æfingum."
   10.05.2024 13:09
Sveinn Margeir fer í UCLA (Staðfest)

Sveinn er á leiðinni til Bandaríkjanna seinna í sumar. Hann er á leið í meistaranám í fjármálaverkfræði við UCLA.

„Ég var ekki búinn að ákveða að fara, svo var staðan þannig að ég var búinn að klára skólann hér á Íslandi og var löngu kominn inn í ferlið (löngu búinn að sækja um). Ég ákvað að athuga mína möguleika og eftir að hafa athugað aðstæður úti þá var mjög erfitt að segja nei."

Nám við UCLA er alls ekki gefins, miklir fjármunir í spilunum.

„Klárlega, maður hugsar þannig ef að maður færi út til Evrópu að spila og fengi að læra á sama tíma, þá væri það engin spurning. Þetta er bara geggjað og ég er gríðarlega spenntur fyrir því."

„Það er ömurlegt (að ná ekki að klára tímabilið hér). Ég reyni að hugsa ekki um það, er að reyna hugsa um einn leik í einu og gefa allt í þetta. Auðvitað verður leiðinlegt að fara frá strákunum á miðju tímabili."


Vill ekki meina að hann sé að kasta inn handklæðinu
Fjölmiðlamaðurinn Máni Pétursson ræddi um ákvörðun Sveins að fara í háskólanám í útvarpsþættinum Fótbolta.net í vetur. „Mér finnst hann eiginlega vera kasta inn handklæðinu. Sorry, með allri virðingu fyrir því að þú sért að fara í nám til Bandaríkjanna og allt það, þá finnst mér hann smá vera kasta inn handklæðinu of snemma. Ég er hrifinn af því dæmi að fara til Bandaríkjanna, en ég er á því að þegar Sveinn Margeir er á deginum sínum þá finnst mér hann það góður að félög í Skandinavíu séu að fara að kaupa hann. Ég upplifi oft að menn séu að fara í háskólanám í Bandaríkjunum af því þeir eru ekki að sjá sénsinn koma í atvinnumennsku," sagði Máni.
   05.02.2024 16:38
„Mér finnst hann eiginlega vera að kasta inn handklæðinu"

Sveinn var spurður út í ummæli Mána.

„Já (ég skil hann), en það er alls ekki mín skoðun. Það væri aldrei staðan að ég væri að taka eitthvað til að fórna fótboltanum. Þetta er bara geggjað tækifæri í báðu (námi og fótbolta)."

„Stór partur af þessu var að fara í lið með miklar tengingar (fótboltalega) og reyna mitt besta að halda áfram. Númer 1,2 og 3 ef ég fer ekki eitthvað í þessu ferli þá er ég 100% að koma heim, miðað við aðstæðurnar úti, sem betri leikmaður. Ég þyrfti að vera eitthvað afslappaður svo það myndi ekki gerast,"
sagði Sveinn Margeir. Markið hans frá því í gær má sjá í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner