Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   þri 21. maí 2024 11:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sveinn Margeir ósammála Mána: Geggjað tækifæri í námi og fótbolta
Markinu í gær fagnað.
Markinu í gær fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Lagleg afgreiðsla.
Lagleg afgreiðsla.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni Pétursson.
Máni Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var heldur tæpt fyrir minn smekk, við byrjuðum þetta mjög vel, komumst í 3-0 en svo er eitthvað einbeitingarleysi hjá okkur í seinni og við fáum á okkur tvö mörk. Við eigum bara að vera búnir að drepa leikinn. En geggjað að fá Geira rakettu í gegn og klára þetta fyrir okkur," sagði Sveinn Margeir Hauksson, einn af markaskorurum KA, við Fótbolta.net eftir sigurinn á Fylki í gær.

KA komst í 3-0 í leiknum en Fylkir náði heldur betur að gera leikinn spennandi í seinni hálfleiknum.

Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Fylkir

„Ég eiginlega skil það ekki. Við erum búnir að gera þetta aðeins í sumar, frammistaðan hefur verið mjög góð á köflum en svo kemur bara tímabil þar sem er eitthvað einbeitingarleysi. Það er alveg pirrandi. Við höfum verið að byrja leiki og fengið mark á okkur snemma, þurft að koma til baka. Það er eitthvað sem við þurfum að græja."

„Þetta var svipað 'vibe' og á móti HK í fyrsta leik, við vorum að vaða í færum en þá vildi hann ekki inn. Núna gekk þetta,"
sagði Sveinn Margeir sem var sammála því að fyrri hálfleikurinn hafi verið besti hálfleikur KA á tímabilinu.

Sveinn skoraði fyrsta mark KA í leiknum með laglegri vippu eftir frábæra stungusendingu frá Ívari Erni Árnasyni.

„Það var geggjuð sending frá Ívari í gegn og í raun ekki mikið eftir að gera fyrir mig, bara taka ákvörðun og það gekk."

Sveinn hefði hæglega getað skorað annað mark seinna í fyrri hálfleiknum. Hann var kominn framhjá Ólafi í marki Fylkis en skotið hans fór í þverslána.

„Úff, ég væri til í að tala ekki um það, það var alveg galið. Ég var með Grímsa (Hallgrím Mar) með mér, hefði getað sent á hann. Þegar ég tók skotið þá var ég búinn að þvinga sjálfan mig í skotið. Þetta á bara alltaf að vera inni, þetta er svolítið búið að vera sláin/stöngin út hjá mér í sumar."

Hann nefndi í upphafi augnablikið þegar Ásgeir innsiglaði sigurinn, Viðar Örn Kjartansson átti laglega stoðsendingu á fyrirliðann. „Geðveikt, maður er búinn að bíða eftir því. Viðar er búinn að vera flottur á æfingum."
   10.05.2024 13:09
Sveinn Margeir fer í UCLA (Staðfest)

Sveinn er á leiðinni til Bandaríkjanna seinna í sumar. Hann er á leið í meistaranám í fjármálaverkfræði við UCLA.

„Ég var ekki búinn að ákveða að fara, svo var staðan þannig að ég var búinn að klára skólann hér á Íslandi og var löngu kominn inn í ferlið (löngu búinn að sækja um). Ég ákvað að athuga mína möguleika og eftir að hafa athugað aðstæður úti þá var mjög erfitt að segja nei."

Nám við UCLA er alls ekki gefins, miklir fjármunir í spilunum.

„Klárlega, maður hugsar þannig ef að maður færi út til Evrópu að spila og fengi að læra á sama tíma, þá væri það engin spurning. Þetta er bara geggjað og ég er gríðarlega spenntur fyrir því."

„Það er ömurlegt (að ná ekki að klára tímabilið hér). Ég reyni að hugsa ekki um það, er að reyna hugsa um einn leik í einu og gefa allt í þetta. Auðvitað verður leiðinlegt að fara frá strákunum á miðju tímabili."


Vill ekki meina að hann sé að kasta inn handklæðinu
Fjölmiðlamaðurinn Máni Pétursson ræddi um ákvörðun Sveins að fara í háskólanám í útvarpsþættinum Fótbolta.net í vetur. „Mér finnst hann eiginlega vera kasta inn handklæðinu. Sorry, með allri virðingu fyrir því að þú sért að fara í nám til Bandaríkjanna og allt það, þá finnst mér hann smá vera kasta inn handklæðinu of snemma. Ég er hrifinn af því dæmi að fara til Bandaríkjanna, en ég er á því að þegar Sveinn Margeir er á deginum sínum þá finnst mér hann það góður að félög í Skandinavíu séu að fara að kaupa hann. Ég upplifi oft að menn séu að fara í háskólanám í Bandaríkjunum af því þeir eru ekki að sjá sénsinn koma í atvinnumennsku," sagði Máni.
   05.02.2024 16:38
„Mér finnst hann eiginlega vera að kasta inn handklæðinu"

Sveinn var spurður út í ummæli Mána.

„Já (ég skil hann), en það er alls ekki mín skoðun. Það væri aldrei staðan að ég væri að taka eitthvað til að fórna fótboltanum. Þetta er bara geggjað tækifæri í báðu (námi og fótbolta)."

„Stór partur af þessu var að fara í lið með miklar tengingar (fótboltalega) og reyna mitt besta að halda áfram. Númer 1,2 og 3 ef ég fer ekki eitthvað í þessu ferli þá er ég 100% að koma heim, miðað við aðstæðurnar úti, sem betri leikmaður. Ég þyrfti að vera eitthvað afslappaður svo það myndi ekki gerast,"
sagði Sveinn Margeir. Markið hans frá því í gær má sjá í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner