Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   mán 03. nóvember 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Trent: Ekkert sem getur breytt ást minni á Liverpool
Mynd: Real Madrid
Mynd: EPA
Bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold skipti yfir til Real Madrid í sumar og vöktu félagaskiptin mikla reiði meðal stuðningsmanna Liverpool.

Núna mætir Trent aftur á Anfield aðeins fimm mánuðum seinna þegar Real Madrid heimsækir Liverpool í Meistaradeild Evrópu.

Þrátt fyrir reiði stuðningsmanna þá ætlar Trent ekki að fagna ef hann skorar gegn uppeldisfélaginu. Búast má við bauli frá áhorfendapöllunum þegar liðin mætast annað kvöld.

„Hvernig sem mér verður tekið þá er það ákvörðun stuðningsmanna. Ég mun alltaf elska þetta félag og vera stuðningsmaður Liverpool. Ég mun alltaf vera þakklátur fyrir tækifærin sem ég fékk hérna og fyrir allt sem við afrekuðum saman. Þetta eru minningar sem munu lifa með mér að eilífu," sagði Trent í viðtali við Prime Video.

„Sama hvað þá munu tilfinningar mínar gagnvart Liverpool ekki breytast. Sama hvernig stuðningsmenn félagsins taka mér þá mun það ekki breyta ást minni á Liverpool. Það eru mjög blendnar tilfinningar að mæta aftur á Anfield og ég veit að þetta verður mjög erfiður leikur, en ég er samt virkilega spenntur. Þetta er risastór leikur og það verður skrýtið að labba inn í búningsklefa gestaliðsins í fyrsta sinn og hita upp á hinum vallarhelmingnum."

Trent byrjaði vel eftir félagaskiptin sín til Real en lenti svo í meiðslum og er nýlega búinn að jafna sig. Komi hann við sögu gegn Liverpool verða það fyrstu mínúturnar hans í keppnisleik síðan um miðjan september.

Gengi Liverpool hefur ekki verið sérlega gott eftir brottför Trent enda var hann mikilvægur hluti af sóknaruppbyggingu liðsins. Englandsmeistararnir eru með 18 stig eftir 10 umferðir í úrvalsdeildinni og 6 stig eftir 3 umferðir í Meistaradeild.

Real Madrid er aftur á móti með fullt hús stiga í Meistaradeildinni og 30 stig eftir 11 umferðir í La Liga.

   02.11.2025 22:30
Ætlar ekki að fagna ef hann skorar á Anfield

Athugasemdir