Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   fös 03. desember 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ánægður með Kane og útskýrir af hverju hann skorar með landsliðinu
Mynd: EPA
Antonio Conte, stjóri Tottenham, var spurður út í fyrirliða liðsins hann Harry Kane.

Kane hefur skorað eitt mark í deildinni til þessa og hefur ekki verið neitt sérstaklega líklegur að undanförnu.

„Ég er viss um að Harry er ánægður þó hann skori ekki og við vinnum. Tottenham er það sem við hugsum fyrst um. Eins og ég sagði í gærkvöldi þá átti Harry góðan leik gegn Brentford og tók þátt í mörkunum," sagði Conte.

„Hann fékk gott færi til að skora en það er mikilvægt að fá þessi færi til að skora. Við erum að bæta okkur og ég er viss um að Harry mun skora mikið af mörkum. Ég er mjög ánægður með hvernig hann er að spila. Ég veit að hann vill skora, við viljum búa til mörg færi fyrir hann til að skora og við erum á réttri leið," sagði ítalski stjórinn en hann var spurður út í markaskorun Kane með landsliðinu en framherjinn raðaði inn mörkum með landsliðinu í nóvember.

„Mér finnst úrvalsdeildin mjög erfið deild, enginn leikur er erfiður. Stundum með landsliðinu þá mætiru liðum sem eru ekki sterk og þú færð fleiri færi til að skora. Það gildir ekki bara um hann, heldur alla leikmenn. Þetta er erifðasta deild í heiminum og þess vegna er erfitt að vinna leiki og skora mörk. Það er hægt að sjá mikinn mun á þessu tvennu [að spila í úrvalsdeildinni og gegn slakari landsliðum]," sagði Conte að lokum.

Tottenham mætirt Norwich á sunnudag í 15. umferð úrvalsdeildarinnar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 17 7 5 5 31 28 +3 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Fulham 17 7 2 8 24 26 -2 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 17 5 3 9 17 26 -9 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner