Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 03. desember 2021 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingaþættirnir að byrja hjá Stöð 2
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ný þáttaröð mun hefja göngu sína um helgina á Stöð 2 Sport og Stöð 2. Þáttaröðin ber heitið Fullkominn Endir.

Í þáttunum fá áhorfendur innsýn í síðustu mánuðina hjá Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen sem lögðu skóna á hilluna í haust. Það gerðu þeir eftir að Víkingur varð bæði Íslands- og bikarmeistari.

Stöð 2/Stöð 2 Sport
VÍKINGAR: FULLKOMINN ENDIR

Lokasprettur Víkings var ótrúlegur og ótrúleg atburðarás átti sér stað í næstsíðustu umferð þegar Víkingur tók forystuna í kapphlaupinu um Íslandsmeistaratitilinn.

Þættirnir eru frumsýndir á Stöð 2 Sport á laugardögum og sýndir á Stöð 2 degi seinna, á sunnudögum. Alls eru þættirnir fjórir og er lokaþátturinn sýndur á jóladag á Stöð 2 Sport.

Af Stöð2.is:
Víkingar hafa ekki orðið Íslandsmeistarar í knattspyrnu síðan 1991. Ráðin er knattspyrnu goðsögn frá Akranesi til að þjálfa liðið, Arnar Gunnlaugsson tekur við liðinu haustið 2018 og er með stóra drauma. Gulldrengir Víkinga, Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen snúa heim eftir farsælan feril í atvinnumennsku og ætla að ljúka ferli sínum heima, í Víkinni. Við fáum að fylgja Kára & Sölva síðustu mánuði á þeirra ferli og fylgjum eftir ótrúlegum lokasprett hjá Víkingum í Pepsi Max deildinni 2021.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner