„Ég held að hann hafi tekið hraðari skref en maður átti von á," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, um son sinn, Orra Stein Óskarsson, í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.
Orri Steinn hefur tekið miklum framförum undanfarna mánuði en hann var keyptur fyrir metfé til Real Sociedad á Spáni síðasta sumar. Hann er þá orðinn algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu.
Orri Steinn hefur tekið miklum framförum undanfarna mánuði en hann var keyptur fyrir metfé til Real Sociedad á Spáni síðasta sumar. Hann er þá orðinn algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu.
„Ef maður spólar eitt ár til baka, þá er hann búinn að taka gríðarlegum framförum og taka risa skref sem leikmaður frá því hann skipti yfir til Real Sociedad," segir Óskar en hann telur að Orri hafi oft verið misskilinn sem leikmaður. Hann er í raun með allan pakkann sem sóknarmaður, ekki bara hávaxinn leikmaður með styrkleika í loftinu.
„Það hefur stundum tekið hann smá tíma að aðlagast og finnast hann hafa rétt til að vera sá leikmaður sem hann er. Mér hefur oft fundist hann vera misskilinn. Hann er hávaxinn og ágætlega þrekinn. Þá hafa menn kannski litið á hann sem einhvers konar 'target' sóknarmann. FCK fattaði það á einhverjum tímapunkti að hann hafði aðra eiginleika en Andreas Cornelius og þeir fóru að nýta sér það."
„Hann getur verið meira í spilinu og uppspilspunktur. Ég held að margir hafi áttað sig á því að hann leynir á sér. Ég held að hans framganga markist svolítið af því að þegar menn fara að skilja hann og skilja hann sem leikmann, þá líður honum vel. Og þegar honum líður vel, þá yfirleitt spilar hann vel. Það hefur verið gaman fyrir okkur fjölskylduna að fylgjast með framförum hans á undanförnum mánuðum," segir Óskar.
Þeir eru rosalega spennandi
Orri og Andri Lucas Guðjohsen hafa myndað afar öflugt tvíeyki fremst á vellinum hjá landsliðinu síðustu leiki.
„Þeir eru góðir vinir utan vallar og ná mjög vel saman innan vallar. Þeir eru ólíkir leikmenn og vegna hvorn annan mjög vel upp. Þeir virðast ná jafn góðum tengslum innan sem utan vallar. Þeir eru klárlega mjög spennandi, annar er 22 ára og hinn tvítugur. Þeir eiga nægan tíma eftir," sagði Óskar og bætti við: „Þeir eru rosalega spennandi."
Athugasemdir